Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 44

Morgunn - 01.06.1953, Side 44
38 MORGUNN brigðunum. Aðeins örfáum trúnaðarvinum var leyft að vita nokkuð um það, sem heima í prestshúsinu gerðist, og presturinn var á stöðugum verði gegn hverju því, sem kynni að vera óheilbrigt eða geta skaðað barnið. Þegar eftir fundinn hjá B.-fjölskyldunni tók dr. West- wood að gera tilraunir í sömu átt heima, en þær báru engan árangur. Hann fékk sér nú fullkominn sálrita, sem svo er kallaður: stafrófsborð með vísi, sem átti að styðja fingri á og benti á stafina á borðinu, en þann veg mynd- uðust orðin. Börnin komust að þessu, tóku því sem hverj- um öðrum barnaleik og vildu fá að reyna. Þá kom i ljós, að óðara og Anna litla studdi fingri á vísinn, þaut hann af stað og orð og setningar mynduðust, sem fullkomið vit var í. Innihaldið reyndist fyrir ofan skilning og þekkingu barnsins. Einkamál, sem bömunum var með öllu ókunnugt um, komu þarna fram í dagsljósið. Þá sneri presturinn stafrófsborðinu við, þannig, að allir stafimir stóðu á höfði fyrir önnu litlu. Það gerði engan mismun. Orðin mynd- uðust af jafnmiklum hraða og jafnmiklu viti. Þá batt dr. Westwood dökkan klút fyrir augu önnu litlu, svo að hún gat ekkert séð. Það gerði heldur engan mismun. Engar ákveðnar verur tjáðust standa á bak við þessar fyrstu orð- sendingar. Dr. Westwood gerði sér þá grein fyrir þessum undarlegu hlutum, að með einhverjum dularfullum hætti gæti hið meðfædda tilfinninganæmi barnsins kafað í hin ómeð- vituðu djúp í undirvitund fólksins og dregið þann veg fram í dagsljósið hálfgleymdar endurminningar þess. Næsta dag bjó dr. Westwood til nýtt spjald, dró stafina upp með mismunandi litum og setti þá ekki í réttri staf- rófsröð, heldur af ruglingslegu handahófi á blaðið. Með þétt bindi fyrir augum var Anna litla leidd að borðinu, og hún beðin að snerta lítið glas, sem lá á hvolfi á blaðinu. Glasið þaut af stað, og orðsendingar skrifuðust með engvi minni hraða en fyrr. Nú skrifaðist orðsending til dr. West- wood: Þú ert ógnarlegur kjáni með allar þessar varúðar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.