Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Síða 50

Morgunn - 01.06.1953, Síða 50
44 MORGUNN með ósjálfráðri skrift skýrði Kate honum frá því, að vegna þess að nótnaborðið á hljóðfærinu, sem hún notaði nú í heimkynni sínu, væri miklu fullkomnara og gæfi miklu meiri möguleika en hið jarðneska nótnaborð, hefði hún ekki getað túlkað til fulls það, sem hún hefði ætlað að túlka. Kate lék með höndum önnu litlu oftar. Hún var gestur dr. Westwoods öðru hvoru um nokkurra vikna skeið. Hver var Kate? Eða hvað var hún? Dr. Westwood segist ekkert geta fullyrt um það, fremur en um Rut og Ralph, en eins og þau hafi haft sín ákveðnu persónueinkenni, svo hafi einnig Kate haft. Hann bendir á það, að einnig við þessar tilraunir hafi Anna verið fullkomlega hún sjálf, engin merki hafi verið um persónuskipti eða persónu- klofning. Hann bendir á, að hugsanlegt sé, að allt hafi þetta verið einhvers konar leikaraskapur önnu litlu, en svo komu önnur atvik, sem gerðu þá tilgátu óhugsandi. Kvöld nokkurt var Westwood-fjölskyldan í kvöldverðar- boði hjá nánu vinafólki sínu, sem vissi um þessar tilraunir. Með ljúfu samþykki önnu litlu var bundið fyrir augu henni, og Rut gerði vart við sig. Hún bað alla viðstadda að skrifa spurningu á bréfræmu, láta engin nöfn fylgja, vefja miðana saman vandlega og láta síðan alla miðana í skál. Skálin var nú rækilega hrist, svo að miðarnir rugluðust vel saman, en síðan var skálin borin til önnu, sem var gersamlega blinduð, eins og áður segir. Nú tók hún upp miðana, hvern af öðrum, sagði rétt frá, hver skrifað hefði hvern einstakan miða, og svaraði spurn- ingunum, sem skrifaðar voru á miðana. 1 tveim eða þrem tilfellum sagðist hún ekki geta svarað spurningunni, en öll hin svörin voru nákvæmlega rétt og sýndu þekking, sem lá langt fyrir ofan skilning hennar, ellefu ára gamallar. Dr. Westwood bendir á þessar staðreyndir: ,,1) Vand- lega var bundið fyrir augu önnu, svo að hún gat ekkert séð. 2) Spurningarnar á blöðunum voru allar ómerktar. 3) Hver bréfræma fyrir sig var vandlega vafin saman og þá lögð í skál með loki. 4) Á hverja bréfræmu var rituð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.