Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 66

Morgunn - 01.06.1953, Side 66
60 MORGUNN fór inn í byrgið og dró tjöldin saman á eftir sér. Eftir tæpar 5 mínútur birtist Minnie Brown. „Þú ert svo göfug og fögur,“ sagði ég undrandi, „allt öðru visi en ég hafði hugsað mér að sjá þig í dagsljósi. Ég er forviða, þetta er kraftaverk." „Já,“ sagði Minnie. „Þetta er kraftaverk, og þú nýtur þeirra sérréttinda að fá að reyna þetta.“ Og hún hélt áfram: „Þú veizt, að alveg sérstakur andlegur kraftur er nauðsynlegur, til þess að andlegir vinir þínir geti sýnt sig.“ Minnie sneri aftur inn í byrgið, en þegar tjöldunum var aftur svipt sundur, stóð föðurbróðir minn þar allíkam- aður. Ég starði undrandi, þegar hann kom til mín. Aldrei hef ég á degi eða nóttu augum litið neitt, sem hægt væri að líkja við hinar ástúðlegu andlegu verur, sem birtust þannig í fullri dagsbirtu. Þeir skína með ljóma, fegurri en nýfallin snjór í geislum morgunsólarinnar. Birtan, sem stafar frá þeim, er dásamlegur ljómi, sýnist vera Ijós i sjálfu sér. Ég sagði við föðurbróður minn: „Ég hef aldrei séð þig betur lifandi, þetta er vissulega undrunarefni.“ Hann sagði við mig: „Það er dagsljósið, elskan mín, sem gerir andlitsdrætti mína svo skýra og dregur fram fegurð- ina í búningi mínum. Þar að auki hefur þú með kærleika þínum og starfi þínu fyrir okkur og spíritismann uppbyggt sterkar sveiflur með sjálfri þér.“ Og meðan ég hlustaði hugfangin, hélt hann áfram: „Þó að þú hafir aldrei unnið sem miðill, eru þessar sveiflur mjög þýðingarmiklar fyrir þennan fund. 1 dag uppsker þú ávöxtinn af öllu því, sem þú hefur fórnað fyrir þetta málefni, þennan óumræðilega sannleika." Eftir að föðurbróðir minn hafði snúið aftur inn í byrgið, kom kona hans út úr því. Einnig hún var ung og yndisleg og af henni stafaði sami guðdómlegi ljóm- inn. Hún gekk frá byrginu og gekk að mér. Brúna hárið var að nokkru leyti þakið bláleitri slæðu og samlitum búningi hennar. Treyjan var flegin og ermalaus og hinn kvenlegi vöxtur naut sín vel. Borði með persnesku mynstri skreytti búninginn við hálsinn og handveginn. Hver mynd geislaði af fögrum litum. Hún fór ekki aftur inn í byrgið,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.