Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 77

Morgunn - 01.06.1953, Page 77
MORGUNN 71 væri, að það líf, sem vér þekktum, hefði fyrir tilstilli ákveðinna vaxtarlögmála þróazt fram á óralöngum tíma, upp úr hinum óbrotnustu lífsgervum allt fram til hinnar fullkomnustu lífveru, sem vér þekktum — mannsins. Hug- myndin um einhvern skapara, sem standi á bak við alla þessa þróun, væri á engan hátt fallin til að gera lífið og tilveruna auðskildari fyrir oss. Því að vér stæðum þá jafnskjótt andspænis þeirri spurningu, hvernig sá Guð hefði orðið til. Vér skulum byrja á því að staðnæmast við þessa rök- semd, og íhuga, hvort hún þarf að valda oss nokkrum erfiðleikum. Hún er reist á þeirri hugmynd, að einhver fyrsta orsök — einhver fyrsti aflvaki að framvindu til- verunnar hafi hlotið að verða til. Verða til úr hverju? Úr engu. — En slíkt er bara ekki hugsanlegt. Slíkt stríðir algerlega á móti þeirri reynslu, sem vér höfum öðlazt um tilveru og eðli orkunnar, og þá ekki síður á móti rökréttri hugsun. — Það er til veruleiki, sem vér hljótum að játa að hafi aldrei orðið til, vegna þess, að hann hlýtur alltaf að hafa verið til. Þar á meðal er tíminn og námið. Og þar á meðal er undirstaða eða aflvaki tilverunnar — hin fyrsta orsök — Guð. Það er óhugsandi annað en að sá veruleiki hafi alltaf verið til, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hugsanlegt, að hann hafi nokkru sinni orðið til. Það stríðir ekki á móti rökréttri hugsun, að aflvaki framvindunnar hafi alltaf verið til — ekki fremur en til- vist eilífs tíma og rúms gerir það. En hitt fer algerlega í bága við rökrétta hugsun, að jafnvel hin minnsta efnis- ögn eða krafteining hafi geta orðið til án orsakar eða til- stuðlunar. Þá er vér erum komin að þeirri niðurstöðu, að undir- staða eða aflvaki framvindunnar hafi alltaf hlotið að ver-a til, liggur næst fyrir að reyna að gera sér í hugarlund, hvers eðlis þessi aflvaki muni vera. — Þeim, sem eru ánetjaðir efnishyggjunni, er tamast að hugsa sér undir- stöðu tilverunnar sem einhvers konar lífvana efnis- eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.