Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 84

Morgunn - 01.06.1953, Page 84
78 MORGUNN sér nú trú um, að það sé gáfulegt að gera ráð fyrir því, að hvorki Guð né annað líf sé til, vildu taka það mál til nánari íhugunar. — Það er ekki einskis vert, að menn átti sig á því, að út frá forsendum rökréttar, heimspekilegrar íhugunar einnar saman, er hægt að færa fram líkur, sem nálgast sannanir, fyrir tilveru Guðs og tilveru framhalds- lífsins. — Eftir að menn hafa gert sér þetta ljóst, eru menn síður í hættu um það, að verða að viðundrum í a.1- mennum rökræðum um trúmál. Og menn verða einnig síður í hættu um það, þó að þeir komi á fund, þar sem fram fer athugun og rannsókn á dularfullum fyrirbrigðum, að gera sig að aðhlátursefni, með því að ætla sér að reyna að gera grein fyrir fyrirbrigðum, vitsmunalegs eðlis, sem einhvers konar rafmagni búandi í fundargestunum. — Slíkar skýringar, annars sæmilega vitiborinna manna, hljóta að stafa af því, að þeir hafa fyrirfram talið sér trú um, að framhaldslífið sé það ótrúlegasta af öllu ótrú- legu, og að allra annarra skýringa á fyrirbrigðunum beri því fyrr að leita en þess. Þetta erindi mitt á ekki að tákna það, að ég álíti, að leið heimspekilegra ályktana sé yfirleitt vænlegri til sann- færingar um tilveru Guðs og annars lífs, heldur en opin- berunarleiðin. Höfuðkosturinn við þá fyrrnefndu er sá, að hún getur stundum opnað mjög vantrúuðum mönnum veg til hinnar siðarnefndu. — Annars er ég þeirrar skoðunar, að fram séu komnar, á vegum rannsókna dularfullra fyrir- brigða, fullgildar vísindalegar sannanir fyrir framhaldslífi. Þeir, sem neita að svo sé, hafa annaðhvort ekki kynnt sér til neinnar hlítar ábyggilegustu niðurstöður þessara rann- sókna, eða þeir gera í þessu tilfelli ríkari kröfur um vitnis- burð og sannanir en þær, sem menn eru annars yfirleitt vanir að taka gildar. — Þrautavöm hinna vantrúuðu, þá, að um sé að ræða einhvers konar skynvillu allra þeirra, sem heyra og sjá fyrirbærin, er ekki hægt að taka til greina af þeirri ástæðu, að annars væri kippt fótunum undan allri annarri þekkingu vorri. öruggleiki jafnvel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.