Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 4

Morgunn - 01.12.1948, Page 4
150 MORGUNN um fögnuði. Ámaðaróskir bárust í bundnu og óbundnu máli, en milli erindanna voru fluttir vandaðir tónleikar. Annar þáttur hátíðahaldanna var sá, að S.R.F.l. hafði samfellda dagskrá í ríkisútvarpinu afmæliskvöldið sjálft, 31. marz. Þar fluttu þeir ávörp, forseti félagsins, séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur, séra Kristinn Daníelsson, præp. hon., sem sakir sjúkleika hafði talað inn á plötu heima hjá sér, og séra Jakob Jónsson. Frú Soffía Har- aldsdóttir las upp úr ritverkum Haralds Níelssonar, pró- fessors, og cand. juris. Ævar Kvaran, leikari, las upp kafla úr sögunni Sálin vaknar eftir Einar H. Kvaran, en á milli þessara atriða voru fluttir tónleikar. Þriðji þáttur hátíðahaldanna fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 4. apríl, og var kirkjan troð- full áheyrenda. Organisti kirkjunnar, hr. Sigurður Isólfs- son og söngflokkur kirkjunnar önnuðust tónleikana, en erindi fluttu hr. Einar Loftsson, kennari, séra Jón Thór- arensen og séra Jón Auðuns. Eru erindi þeirra prentuð hér í ritinu, nema erindi séra J. Th., sem væntanlega kemur síðar, en handrit hans varð fyrir óhappi, er það átti að fara í prentun. Flest dagblaðanna í Reykjavík fluttu fræðandi greinar um málið þessa dagana, en MORGUNN kom út 31. marz og var aðalefni hans helgað aldarsögu málsins. Var upp- lagið óvenju stórt, en seldist svo vel, að sérprentun er nú að koma á markaðinn.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.