Morgunn - 01.12.1948, Qupperneq 6
152
MORGUNN
komst á. Hún er fólgin í því, að það fannst með þeim
hætti, að hver mannssál getur gengið úr skugga um það,
ef hún hefur einlægan vilja á því. Þessi óumræðilega dýr-
lega uppgötvun var gerð 31. marz 1848. Og það var ofur-
lítið, fátækt og fáfrótt stúlkubarn, sem gerði hana. Sjald-
an hafa rætzt átakanlegar ummæli meistarans okkar um
það, sem er hulið spekingum, en opinberað smælingjum.
Ég ætla ekki að fara að fjölyrða um þá atburði. Flest
ykkar þekkja þá eins vel og ég. Og þó að þeir þyki enn
ekki þess verðir að vera settir í mannkynssögur, þá eru
samt nógar bækur til, sem fræða menn um þá. Og ég
ætla ekki heldur að fara að rekja sögu spíritismans. 1
stað þess ætla eg að benda ykkur á, með örfáum orð-
um, hvernig þessari uppgötvun og þeirri viðleitni allri,
sem stendur í sambandi við hana, hefur verið tekið.
Árangur sambands-rannsóknanna hefur að mjög miklu
leyti verið vísindalegs eðlis. Þær hafa umturnað sálar-
fræðinni. Ekki þeirri sálarfræði, sem kennd er hér í presta-
skólanum, heldur þekkingu þeirra manna á mannssálinni,
sem vita nokkuð um hana. Þær hafa leitt í ljós stórmerki-
lega hæfileika mannsandans. Þær hafa leitt í ljós öfl, sem
áður voru ókunn. Þær eru vel á veg komnar með gagn-
gerða byltingu á hugmyndum manna um efnið sjálft.
Væri ekki iíklegt, að annað eins og þetta æsti að
minnsta kosti forvitni vísindamannanna? Það æsti lengi
vel ekkert hjá þeim annað en fyrirlitninguna. Er ekki það
út af fyrir sig óumræðilega kynlega dularfullt fyrirbrigði?
Hin hlið sambands-rannsóknanna veit að trúarbrögð-
unum, stendur í nánu sambandi við þau. Þær hafa ekki
eingöngu sannað, að lífið heldur áfram eftir dauðann.
Þær hafa líka gefið stórmerkilegar bendingar um það,
hvernig því lífi sé háttað. Þær hafa fært sönnur á það,
að vitsmunimir lifa og að kærleikurinn lifir. Þær hafa
líka fært sönnur á það, að hið illa lifir hinumegin, þangað
til sól kærleikans eyðir því. Þær hafa margfaldað ábyrgð-
artilfinninguna. Og þær hafa ekki aðeins fært sönnur á