Morgunn - 01.12.1948, Síða 7
MORGUNN
153
það, að boðskapur Krists hefur verið áreiðanlegur. Þær
hafa líka gefið okkur ljósar bendingar um það, að í þeim
boðskap sé fólginn dýpri sannleikur en við getum gert
okkur að fullu ljóst á því stigi, sem við stöndum nú.
Væri ekki líklegt, að prestarnir færu nú að leggja við
hlustirnar? Yfirleitt hafa þeir ekki gert það. Viðbárurn-
ar eru margvíslegar. Að það sé syndsamlegt að afla sér
vitneskju um ráðsályktanir guðs — að gera það, sem
maður getur, til þess að læra að þekkja hans vegi og hans
vilja. Að við þurfum engar aðrar sannanir annars lífs
en þær, sem við höfum fengið fyrir mörgum öldum. Þetta
segja þeir í sömu andránni, sem þeir kveina og kvarta
út af því, að mennimir taki ekki gildar þær sannanir. Á
þessu stagast þeir, jafnframt því sem þeir sjá sorgina og
eymdina og syndina og rangsleitnina hvarvetna í heim-
inum, sjá allt þetta illa, sem þeir vita að stafar af því,
að sannanirnar fyrir kærleiks-ráðsályktunum guðs ná ekki
valdi á hugum mannanna. Og þeir hnykkja á viðbár-
unum með ýmsum endileysum líkri þeirri, sem nýlega
heyrðist á virðulegasta prédikunarstól þessa lands: að
guð hafi aldrei ætlazt til þess, að við kæmum fram fyrir
hann hlaðnir sönnunum. Eins og við séum ekki alltaf að
koma fram fyrir hann, á hverju augnabliki lífsins! Og eins
og hann sé ekki alltaf að láta okkur sæta ábyrgð fyrir
vitleysuna og vanþekkinguna og vanræksluna á því að
skilja hans lögmál og hans vilja og hans ráðsályktanir!
Og eins og sannanir sé nokkuð annað en óræk vissa um
sannleikann!
Við urðum mörg, sem hér erum, samferða út í Viðey
á páskadaginn. Þegar við vorum að ganga þar um órækt-
armóana, fulla af ágætustu gróðrarmold, vorum við að
tala um það, að gaman væri að sjá þetta allt orðið að
túni. Þá datt mér í hug stúlka norður í Eyjafirði. Faðir
hennar bjó á litlu koti. Túnið var örlítið. En út frá því
lágu rennsléttar engjagrundir, sem ekkert þurftu annað
on áburð til þess að verða að túni. „Ætlar hann pabbi