Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 8

Morgunn - 01.12.1948, Page 8
154 MORGUNN þinn ekki að reyna að græða túnið út?“ sagði maður við stúlkuna. „Nei, ég held síður,“ sagði stúlkan. „Það eru víst ekki of miklar engjarnar héma á Hamri, þó að ekki sé verið að taka af þeim.“ Sú stúlka þótti mestur afglapi í Eyjafirði. En þó að ólíku sé saman að jafna, leyfi ég mér að spyrja ykkur, hvort ykkur finnist ekki nokkuð líkt farið þeim kennimönnum, sem amast við þeim sönn- imum fyrir eilífu lífi, sem geta breytt ekki aðeins engja- grundum, heldur líka óræktarmóum og mosaþembum og fúamýrum mannlífsins í andlegan töðuvöll. Mótspyrnan gegn málinu er afar-dularfullt fyrirbrigði. 1 mínum augum er hún enn dularfyllra fyrirbrigði en ljósin og manngerfingamar og talið og söngurinn utan við miðilinn og handleggshvarfið og öll þau furðulegu undur, sem við höfum fengið í þessu félagi. En römm hefur hún verið. Þið vitið, hvemig hún hefur verið hér. Þó að við hefðum misþyrmt móður okkar eða selt böm í þrældóm, þá hefði naumast verið farið um okkur naprari ókvæðis- orðum. Ef við hefðum safnað auð fjár með því að féfletta náungann, þá hefðum við vafalaust verið höfð í hávegum. Ef við hefðum náð í völd og metorð með því að halla rétti þeirra, sem hefðu verið okkur minni máttar, þá hefðu mennirnir komið skríðandi að fótskör okkar. En við vorum að minnsta kosti um tíma talin afhrak verald- ar, af því að við vorum að reyna að leggja brú milli þessa heims og annars. Og þessi hefur verið reynslan í öllum löndum. Svona er mannlífið dularfullt. En þið vitið líka, hvemig komið er, þrátt fyrir alla mótspymuna. Þið vitið, að nú keppast heimsfrægir vís- indamenn um að láta uppi sína sannfæring um málið. Síðan á nýári í fyrra hafa bætzt við aðrir eins menn og Lombroso, Marconi og Oliver Lodge. Og prestarnir eru líka hver af öðrum að leggja út á sömu brautina. Dálítið hik- andi em þeir, eins og t. d. R. J. Campbell, sá presturinn, sem einna mest hefur verið talað um síðasta árið í veröldinni og þykir bera af þeim flestum. Þeir stíga óumræðilega gæti-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.