Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 12

Morgunn - 01.12.1948, Page 12
158 MORGUNN tíðari og almennari. Ýmislegt virtist vera að gerast, er mjög ákveðið benti til þess, ef ekki sannaði, að skynvit- und mannsins væri ekki eingöngu háð skyntækjum hins jarðneska líkama, að þekking á einu og öðru gæti borizt inn í dagvitund hans eftir öðrum leiðum en hinum viður- kenndu skilningarvitum. Og allt benti mjög ákveðið til þess, að framliðnir menn notuðu sér þessar sambands- leiðir til þess að sanna persónulegt framhaldslíf sitt í öðr- um heimi. Þegar meðlimir Brezka Sálarrannsóknafélagsins tóku að safna vottfestum og sannanatryggðum heimildum varð- andi viðburði þá, sem nefndir voru „óvenjuleg eða yfir- skilvitleg fyrirbrigði“, vakti það athygli þeirra mjög, hve margar þeirra frásagna, er þeim bárust í hendur, bentu ótvirætt og ákveðið til starfs og athafnasemi mannlegr- ar vitundar, f jærri þeim stöðum, er menn áttu dvöl í jarð- neskum líkömum sínum, og engu minni athygli vakti það, að fyrirbrigði þessi bentu mjög ákveðið til þess, ef ekki staðfestu, að auk hins jarðneska líkama væri maðurinn og búinn andlegum líkama, sem gæti, þegar viss skilyrði væru fyrir hendi, losað sig úr tengslum við þann jarð- neska, og í þeim líkama væri manninum unnt að hrær- ast, skynja, lifa og starfa, án þess að vera að nokkuru leyti háðum þeim jarðneska í starfi sínu og athöfnum. Hér er þó að vísu ekki um neina nýja uppgötvun að ræða. Fyrir þúsundum ára voru menn sannfærðir um, að þessu væri þann veg varið. 1 tveimur ævafornum ritum, sem bæði bera sama nafnið: „Bókin um hina framliðnu“, er að þessu vikið. önnur þeirra varð til austur í Tíbet, en hin meðal Forn-Egypta. Veruleiki „KA“ var Forn-Egyptum ekki trúaratriði, heldur vissutryggð þekking. Það, sem þeir nefndu „KA“, var ekki vitund mannsins eða sál hans, heldur starfstæki hennar. Með nafninu KA áttu þeir við hið sama og nú- tíma sálrannsóknamenn nefna astral — ljósvaka — eða sviplíkama mannsins. Vísindamönnum þeim, sem mest

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.