Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 16

Morgunn - 01.12.1948, Side 16
162 MORGUNN inn þeirra virtist sjá mig að þessu sinni eða þann, sem með mér var. Mér varð brátt ljóst, að sjónarskynjun min að þessu sinni var mun fullkomnari en venjulega. Ég sá þaðan, sem ég var staddur, þann hluta götunnar, sem ekki sást þaðan með venjulegum hætti. 1 töluverðri fjar- lægð greindi ég mann vera að koma í kauptúnið, sem ég þekkti vel. Hann hafði hvítan poka meðferðis. Sá ég hann fara þar inn í hús og færa húsfreyjunni þar tvo pinkla, og sá ég jafnframt, hvað í þeim var, en þessa stund virtist mér ekkert óvenjulegt við það, að ég sá hús, sem ekki sást frá þeim stað, er ég var staddur á, og að ég sá um stund inn í það og hvað fór þar fram. Ég varð þess einnig var, að hann ætlaði að koma við hjá mér á leiðinni inn í kauptúnið, og mér fannst ég ekki vera sem bezt viðbúinn að taka á móti honum að því sinni. En með leifturhraða var ég aftur kominn upp í herbergið og lauk upp augunum, er hann drap á herbergishurðina. Hann staðfesti, að allt það væri rétt, sem ég hefði stað- hæft um komu hans í hús þetta og pinklana, sem hann hefði fært húsfreyjunni þar. Frá mörgum fleiri dæmum um slíka reynslu úr lifi hérlendra manna og erlendra væri hægt að segja. Morgunn hefur nú í 29 ár flutt þeim, er áhuga hafa á sálrænum málum, veigamikla fræðslu um sálræn fyrirbrigði, bæði þessi og önnur, auk bóka þeirra, sem komið hafa út síðustu árin. Þér hafið vafalaust flest staðið við banabeð, virt fyrir yður með harm í huga, hvemig lífsaflið smáfjaraði út, eftir var aðeins lífvana líkami, sem kólnaði og stirðnaði smátt og smátt. Fyrir stuttri stundu var máske hann eða hún mitt á meðal yðar, gekk um, talaði, hugsaði og skynj- aði eins og þú. Spurðirðu þá ekki og einatt síðar, hvað hefði gerzt? Var allt það, sem þú hafðir unnað og elskað í persónuleik hans eða hennar, orðið að engu, er síðasta vitundarleiftrið slokknaði í jarðneskum augum þeirra? Ef þetta hefur orðið þér tilefni til að þrá þekkingu á þvi, sem gerist í dauðanum, þá hlýtur þú að hafa áhuga

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.