Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 21

Morgunn - 01.12.1948, Page 21
MORGUNN 167 Því miður var kristin kirkja ekki vel vopnum búin til að mæta þessari öldu efnishyggju og vantrúar, og hinum sívaxandi efasemdum um framhaldslífið gat hún ekki niætt með öðru en því að kalla á trú mannanna á það, sem þeir voru milljónum saman að missa trúna á. Grund- völlur kristninnar var ekki boðaður sem sannanleg stað- reynd, eins og upprisan var í byrjun. Ný kynslóð var að koma fram, sem trúboð kirkjunnar náði ekki til. Reynslu- vísindin kröfðust sannana um eilífðarmálin eins og um annað. Þá gerðist sá atburður í smábænum Hydesville í Banda- Ukjunum, sem átti eftir að reynast örlagaríkari en nokk- úrn mann gat grunað. 1 fátæklegu húsi í Hydesville bjó fjölskylda, sem bar ®ttarnafnið Fox. Af systkinunum, sem farin voru að heiman, kemur ekkert við sögu spíritismans annað en systirin Leah, sem stundaði um þetta leyti hljómlistar- kennslu í öðrum bæ og reit síðar á ævinni merkilega bók útn starf systra sinna og vandamál, sem upp komu í sam- bandi við það. Hjá foreldrunum voru tvær systur heima, Margaret, 14 ara, og Kate, 11 ára. Einhverrar óskiljanlegrar ókyrrðar hafði orðið vart í húsinu um skeið, en um kvöldið 31. ú^arz 1848, þegar fjölskyldan ætlaði að fara að sofna, tóku hávær högg að heyrast í herberginu, og fljótt varð ber- sýnilegt, að viti gædd vera væri þarna að verki. Ósýni- leSi gesturinn stafaði nafn sitt, sem engum þarna var kunn- uSt, hann kvaðst hafa verið umferðasali, sagðist hafa Verið myrtur í húsinu ekki allmörgum árum áður, og lík Sltt væri grafið undir kjallaragólfinu. Þótt áliðið væri orð- ■ kvölds, þusti fólkið úr bænum saman, og höggin dundu 11111 herbergið, á veggjum og lofti. Það var ekki fyrr en 40 árum síðar, að lík myrta mannsins fannst undir hjallaragólfinu og önnur þau ummerki, sem sönnuðu alla hessa furðulegu sögu. iVTeð þessu hófst miðilsstarf þeirra systra, sem engan

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.