Morgunn - 01.12.1948, Síða 30
Séra Jón Auðuns:
ísleifur Jónsson.
Húshv. 22. okt. ’lf8.
„Vinur, flyt þig hærra upp“.
1 einni af líkingum sínum segir Jesús oss frá manni,
sem boðið hafði verið til veizlu, og í yfirlætisleysi sínu
hafði maður þessi tekið sér sess utarlega í veizlusalnum.
En þegar sá, sem veizluna hélt, gekk inn í veizlusalinn,
kom hann til hins auðmjúka gests og sagði við hann:
„Vinur, flyt þig hærra upp.“
„Vinur, flyt þig hærra upp“, — þessi orð komu mér
í huga, er mér var flutt fregnin um andlát Isleifs Jóns-
sonar, en hann hafði ég reynt að dýrmætari vináttu en
flesta aðra menn.
Vinur, segi ég, því að við fáa menn var eins sjálfsagt
og eðlilegt að nota það fagra orð sem við hann. Vinui’
er falslaus maður, hjartahreinn, traustur og öruggur, sá,
sem ekkert óhreint kemur nálægt, sá, sem lýkur upp
hjarta sínu fyrir vinunum vegna þess, að þar hefur hann
ekkert að fela. En á þessa eiginleika Isleifs Jónssonar bar
aldrei skugga, og barnið í sálinni, hinn barnslega hrein-
leika, hafði honum tekizt frábærlega vel að varðveita,
eins og allir, sem þekktu hann, munu á einu máli um.
En hér er ég að tala um vin, og þá ætti ég að byrja
þar, sem hann reyndist vinurinn mestur, og það var 1
heimilinu með ástvinum sínum. Vér sáum það öll, hve
mikill heimilisfaðir hann var, og þó vissi það enginn bet-
ur en þú, kæra vinkona, sem nauzt þeirrar hamingju að
standa hjarta hans næst. Af deginum ykkar leggur þanu