Morgunn - 01.12.1948, Page 58
204
MORGUNN
indalegar varúðarráðstafanir gegn svikum, sannfærðist dr.
Funk um það, að athugunum sínum og rannsóknum, að
þessu fólki væri fyllilega trúandi, og eftir að hann kyi)nt-
ist fjölskyldunni sannfærðist hann um, að hún brygðist
ekki því trausti, sem til hennar var borið.
Andar gefa bendingar um „peninginn
Sú reynsla, sem dr. Fimk fékk af tveim fyrstu fundun-
um, er hann sat þarna, kom honum til að halda, að miðils-
gáfa frúarinnar væri ekki annað en sérlega góð sönnun
fyrir „secondary personality".
Þegar hann var á þriðja fundinum og sat þar þreyttur
og þögull og hlustaði á samtalið milli fundargesta og radd-
anna á bak við tjaldið, greip hin karlmannlega rödd „Ge-
orgs“ fram í og spurði: „Hefir nokkur, sem hér er staddur,
nokkum hlut undir höndum, sem einhver herra Beecher
hefir átt?“ Enginn svaraði, en spurningin var endurtekin
og mikil áherzla lögð á hana.
Dr. Funk svaraði: „Ég er með í vasa mínum bréf frá
dr. Hillis presti, en hann er eftirmaður herra Beechers. Er
það það, sem þú átt við?“
Þá var svarað: „Nei, en andi, sem hér er staddur og nefn-
ir sig John Rakestraw, segir, að Herra Beecher, sem ekki
er hér, hafi áhyggjur út af einhverri ævagamalli mynt,
sem kölluð er „Ekkjupeningurinn". Þessi peningur er ekki
á sínum stað, hann hefir lengi verið í vanskilum, og hann
væntir þess, að þér, doktor, skilið honum aftur.“
„Ekkjupeningurinn“.
Nú varð dr. Funk mjög undrandi og spurði: „Hvað áttu
við með því, að þess sé vænzt, að ég skili aftur þessum
peningi? 1 mínum vörslum er enginn peningur, sem herra
Beecher hefir átt.“
Röddin svaraði: „Ég veit ekkert annað um þetta en það>
að mér er sagt, að þennan pening hafi lengi, í mörg ár,