Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 61

Morgunn - 01.12.1948, Side 61
MORGUNN 207 hafði verið notaður til að gera eftir honum myndamót fyrir bókina, og af því var vitanlega sú ályktun dregin, að hann væri hinn rétti „Ekkjupeningur". Mennirnir ræddu málið sín á milli, og kom þeim saman Urn, að bíða átekta og sjá, hvort ,,stjórnandi“ miðilsins Sseti sagt til hvorum þessara tveggja peninga ætti að skila. h'eim kom saman um, að þegja algerlega yfir þessu, og láta ekki einu sinni gjaldkerann vita um málið. Næsta miðvikudag fór dr. Funk enn á fund í Brooklyn- hringnum. Þegar þeim fundi var að Ijúka, lagði hann þessa spurningu fyrir Georg, sem fullyrt var, að væri að tala 1 gegnum miðilinn: „Georg, manstu hvers þú baðst mig á fundinum síðast?“ Röddin svaraði: „Já, þetta um myntina, um „Ekkjupen- ir>ginn.“ „En peningamir eru tveir, Georg, geturðu sagt mér, hvor þeirra er hinn rétti?“ Röddin svaraði hiklaust: „Já, sá dekkri Það, sem enginn þeirra vissi. Dr. Funk varð nú mjög undrandi, því að hann þóttist viss um, að þetta væri rangt, Ijósari peningurinn væri retti „Ekkjupeningurinn", úr því að myndamót af honum hefði verið prentað í alfræðibókinni. Frekari fyrirspurn ieiddi í ljós, að „stjórnandi“ miðilsins vissi, hverjum og hvert ætti að skila peningnum. Til þess að ganga úr skugga um þetta voru báðir pen- lngarnir sendir til mynta-safnsins í Fíladelfíu og mynt- serfræðingar þar beðnir að úrskurða, hvor peninganna v®ri hinn rétti , ,Ekkjupeningur“. Mjög merkileg og ítarleg rannsókn yfirmannsins í mynta- Safninu leiddu í ljós, að dekkri peningurinn var hinn upp- Vhnalegi og að sá ljósari var eftirlíking, gerð fremur ný- lega. ■trving S. Roney, sem dr. Funk treysti fullkomnlega, v°ttaði frásagnir dr. Funks af þessum merkilegu miðils-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.