Morgunn - 01.12.1948, Síða 70
216
MORGUNN
getur ekki átt við þjóðkirkjuna íslenzku. Brezka kirkjan
hefur engan Harald Níelsson átt, og þessvegna er afstaða
kirkjufólks og kennimanna þar í landi á ýmsan hátt önn-
ur en hér hjá oss. Þó getur íslenzka kirkjan haft gott af
að staldra við margt það, sem þessi höf. segir um kirkj-
una, kennisetningarnar og eilífðarmálin.
Þriðji kaflinn er um spíritismann almennt, og sá fjórði
um bækurnar, sem höf. hefur stuðzt við, en þar er getið
sumra hinna merkustu bóka spíritismans um lífið eftir
dauðann. Er þessi kafli góður leiðarvísir fyrir þá, sem
fara vilja lengra út í að kynna sér þau mál. Eru allar þser
bækur, sem vitnað er í, til í bókasafni Sálarrannsóknafé-
lags Islands.
Fimmti kaflinn er um sannanimar fyrir framhaldslíf-
inu, en hann er of stuttur til þess að gera því efni veru-
leg skil, og þá kemur sjötti kaflinn, sem vegna ónákvæms
prófarkalesturs er ranglega tölusettur og er um dauðann
á vigvellinum. Þessi þáttur bókarinnar mun mörgum þykja
hinn athyglisverðasti og ekki sízt vegna þess, að allur er
kaflinn frásagnir, sem tjá sig komnar frá mönnum, sem
féllu í síðustu styrjöldinni. Ekki er rétt að eyðileggja á-
nægjuna fyrir þeim, sem eiga eftir að lesa bókina, með
því að birta hér neina af þeim frásögnum, en einhvern
mun undra það, sem hér er sagt frá, er hermennirnir vakna
eftir andlátið.
Þá kemur sjöundi kaflinn um „aðferðir og skilaboð“, en
sá áttundi er um „heimana", en þar segist höf. vera kom-
inn að aðalefni bókar sinnar. Þar, eins og í níunda kafl'
anum „um vítin“ og tíunda kaflann um „lífið á himnum“-
vitnar hann til nokkurra kunnustu höfunda og þó einna
mest í hin miklu rit, sem ágætispresturinn Vale Owen
reit ósjálfrátt um þau efni í skrúðhúsi kirkjunnar sinnaf
í Orford. Þykir Dowding lávarði orðið einkennilega hljótt
um þau merkilegu rit, einnig meðal spíritistanna sjálfra-
1 ellefta kaflanum er allýtarlega farið út í efni bókarinn-
ar, Bréf frá látnum, sem lifir, er kom út í íslenzkri þý^'