Morgunn - 01.12.1948, Page 73
MORGUNN
219
hljómsveit. Drengurinn yðar sýnir mér harmóniku og
fiölu, og fiðlukassinn liggur ofan á slaghörpu og er fóðr-
aður innan með rauðu silki. Kunni sonur yðar á trumbu?
sé hann stjóma hljómsveit." Og nú líkti hr. Ineson ná-
kvaemlega eftir hreyfingar sonar míns, en ég á mynd af
honum, þar sem hann er í gamni að stjórna hljómsveit.
Kvöldið, þegar myndin var tekin, það var skömmu áður
etl hann fórst, hafði hann leikið á öll hljóðfæri dans-
hljómsveitar.
Bláu scábiosa-blómin. Miðillinn hélt nú áfram: „Hann
er að tala um frímerkin sín (hann átti sérlega vandað frí-
^orkjasafn), og átti hann ekki vin, sem heitir Martin?“
”Nei, ekki er mér kunnugt um það,“, svaraði ég. „Var hann
ká ekki skólabróðir hans?“ Ég neitaði því. „Það hefur
verið honum hreinasta ástríða að hnýta hnúta á allt mögu-
iegt“, sagði miðillinn. Þetta var rétt, og síðast, þegar hann
Var heima í skólaleyfi sínu, hafði hann bókstaflega hnýtt
Þvottinn minn í eintóma hnúta. „Hann er að rétta mér
vönd af bláum scabiosa-blómum“, sagði miðillinn, en í síð-
asta sinn, sem John var heima hjá okkur, hafði ég skreytt
^eimilið einmitt með þessari tegund blóma. Enn sagði mið-
^linn: „Hann segist þurfa að láta klippa hár sitt og gera
Vlð tvær tennur í sér“. Þetta kannaðist ég við, því að í
Slðasta sinn, þegar hann var heima, höfðum við verið að
^hinna hann á þetta í hálfgerðu gamni.
Reiðhjólið. „Hann sýnir mér gríðarstóran staf, P.“,
SaSði hr. Ineson, og ég kannaðist við það, því að John
^afði farizt við Porthcawl. „Hann segir mér, að sér hafi
^átt gaman að dunda við smíðar.“ Ég neitaði þessu, en hr.
túeson sagði: „Jú, honum þótti það, og þá var hann vanur
standa svona“, — og hann líkti eftir hreyfingum sonar
|yins og bætti við: „Hann er að vinna við bekk og reið-
njólið hans er rétt hjá honum." Nú mundi ég fyrst eftir
Jyí. að honum þótti mjög gaman að smíða leikföng handa
ðornum og gerði það í viðarskýlinu, þar sem hann geymdi
ojólhestinn sinn.