Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 59

Morgunn - 01.06.1950, Page 59
MORGUNN 53 af þeim, sem þarna voru, og gömlu konuna, sem stjórnaði fundinum, hafði ég ekki áður séð og miðilinn heldur ekki svo ég vissi til. Nafn gömlu konunnar kannaðist ég við, en hún er nú dáin fyrir allmörgum árum. Nafn miðilsins uiun ég hafa heyrt þá, en man það ekki síðan. Þegar fundargestirnir höfðu tekið sér sæti, bað gamla konan okkur að taka saman höndum og syngja sálm, sem allir kunnu og hafði hún forustu í söngnum. Um leið og söngurinn byrjaði lagðist miðillinn á legu- bekkinn og minnir mig að lítilsháttar Ijósglæta félli frá fyrgreindum lampa yfir bekkinn og miðilinn. Að öðru leyti var alveg dimmt í herberginu. Uegar við höfðum sungið tvo eða þrjá sálma fóru að koma í Ijós merki þess, að miðillinn væri sofnaður. Hún fór að draga andann djúpt og svefnórar fóru að koma í ljós hjá henni. Var þá hætt að syngja og leið þá lítil stund har til miðillinn fór að umla upp úr svefninum, og byrjaði þá gamla konan að tala við hana og spyrja hana. Fyrstu setningarnar talaði miðillinn með sínum eðlilega malrómi, en fljótlega sagði hún, að nú kæmi leiðbeínandinn hinumegin frá, sem væri lítil stúlka, en ekki man ég hvort nafn hennar var tilgreint. Nú varð stutt þögn, sem allt í einu var rofin af fjörlegri barnsrödd, sem ég gat getið mér til, að kæmi frá sjö til níu ára stúlkubarni. Röddin heilsaði okkur glaðlega, en mjög skýrt, og tóku fundargestir undir það. Síðan beindi þessi rödd máli sínu til ýmissa fundargesta, sem lögðu fram ýmsar spurningar. Ekki man ég til þess, að neitt kæmi fram í þessum samtölum, sem mér þótti merkilegt. Þó man ég óglöggt eftir því, að roskin kona, sem var ein af fundargestunum, átti allmiklar viðræður við fyrrgreinda harnsrödd, viðvíkjandi manni, sem röddin taldi að væri þar nærstaddur. Voru það einhver einkamál, sem ég man ekki hver voru, en þessi roskna kona taldi að þarna væri um bróður sinn að ræða, en hann var nýlega dáinn. Hann var landskunnur maður, bæði stjórnmálamaður og hátt

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.