Morgunn - 01.12.1957, Qupperneq 7
MORGUNN
93
viðhorfin, líf og breytni þeirra, sem sannfæringuna um
lífið eftir dauðann öðlast. Því miður líta ekki allir, sem
við spíritismann fást, á hann af þessum víða sjónarhóli.
Á hinu ber því miður langt um of, að fólk elti tilraunir
og miðilsfundi, án þess hin sálræna reynsla fái að móta
lífið, lífsviðhorfin.
Það er sjálfsagt afleiðing þess, hve spíritisminn er öfl-
ugur í Bretlandi, að spumingunni um lífið eftir dauðann
x ,, ... er oftar hreyft í brezkum kirkjublöðum
Lundunabiskup , .. . . , .L , .
. ... en 1 kirkjubloðum annarra þjoða, þeim
tGKur tii mais ». . • «r , , .
sem ritstj. Morguns eru kunn. S.l. vetur
birti vikublaðið Church Times greinaflokk eftir ýmsa
kunna kirkjumenn brezka. Þar kenndi að vonum ýmissa
grasa og mundi lesendum Morguns finnast sitthvað af því
vera ritað fremur barnalega og æði bundið gömlum kredd-
um, sem greinarhöfundar gagnrýndu ekki, en báru samt
á borð. Aprílhefti Kirkjuritsins birti á liðnum vetri eina
beztu greinina, eftir dr. Wand Lundúnabiskup, í þýðingu
annars ritstjórans, séra Gunnars Árnasonar. Þar er hóf-
lega haldið á málinu og mælt af víðsýni. Biskupinn ræðir
um örlög þeirra, sem ekki trúa. Hann ræðir um heiðingj-
ana, sem uppi voru fyrir Krists burð, og segir: „Þeir,
sem ekkert hafa þekkt til fagnaðarerindisins, en beina þó
lífi sínu á þá braut, er þeir vita bezt, þeir eru umluktir
náð Guðs og njóta liðveizlu Andans, jafnvel þótt þeir
þekki hann ekki. Tertúllían sagði, að andinn væri krist-
inn að eðlisfari, Justínus píslarvottur, Klemens frá Alex-
andrínu og Órígenes hugsuðu sér allir, að heimspeking-
arnir miklu (heiðnu) hefðu átt sinn hlut í því, að undir-
búa komu fagnaðarerindisins og voru sannfærðir um, að
þeir myndu hljóta fyrir það sín laun í öðru lífi“. Biskup-
inn vísar á bug kenningu lúterska rétttrúnaðarins á ger-
spillingu manneðlisins. Hannn bendir á kenningu Ntm.
um að Kristur hafi predikað fyrir öndunum í varðhaldi
og vill bersýnilega draga af því þá ályktun, að möguleik-
ar til afturhvarfs séu til eftir dauðann, hann talar um