Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 25

Morgunn - 01.12.1957, Side 25
MORGUNN 111 hafi var mér þetta svo ljóst, að ég gat siglt fram hjá þeim blindskerjum, að trúa á óskeikulleika þeirra. Og ég lærði af þessu það, að mynda mér ekki fastar skoðanir út frá því, sem einn og einn af öndunum fullyrti við mig“. En af tilraunum sínum með miðla sannfærðist Allan Kardec um tilveru andaheima og möguleikunum á sam- bandi við látna menn. Hann var önnum kafinn maður við önnur og veraldleg störf, og þegar þrír menn komu á fund hans, René Tallain- dier, meðlimur í franska vísindafélaginu, leikritahöfund- urinn frægi, Victorien Sardou, og bókaútgefandinn Didier, með 50 skrifuð hefti um andasamband og andaorðsend- ingar og báðu hann að vinna úr þeim til prentunar, bar hann fyrir sig annir sínar og neitaði að taka að sér verk- ið. En skömmu síðar sannfærðist hann um að verndar- andi sinn, sem hann trúði fast á, vildi að hann tæki verk- ið að sér, og þá gerði hann það. Hann fór nú að vinna úr hinu mikla safni þessara þriggja merku manna, og lagði í það mikla ástundun og vinnu. Hann flokkaði vandlega niður svör tilraunamann- anna og svör hinna ósýnilegu afla við þeim, og áhugi hans fyrir verkefninu og undrun jókst. Úr mörgum áttum var þetta efni komið, en furðulegt samræmi þótti honum í svörunum. 1 spumingunum, sem bornar höfðu verið upp við ósýnilegu öflin, voru margar sömu spumir og hann hafði lengi verið að velta fyrir sér sjálfur, og honum þótti svörin merkileg. Hann las þetta fyrst með sín eigin vandamál ein fyrir augum, en honum varð bráðlega ljóst, að af þessum blöðum ásamt þeirri reynslu, sem hann hafði sjálfur öðlazt persónulega, mátti lesa samfellda kenningu, sem vissulega átti að koma fram fyrir sjónir almennings. Hann hélt áfram. Hann gerði sjálfur tilraunir með tíu miðla, tilraunir, sem miðuðu allar að því, að safna drög- um að spíritískri heimspeki og lífsskoðun, leggja fram iyrir ósýnilegu öflin spumingar og safna saman og bera saman svörin, sem komu. Við samanburð, yfirvegun og L

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.