Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 48

Morgunn - 01.12.1957, Side 48
134 MORGUNN borginni og út til Emmaus, gefa oss skýra hugmynd um ástandið í kristna söfnúðinum þennan ægilega dag. En eftir páskana verða allir þessir menn að nýjum mönnum, svo að í allri mannkynssögunni er ekkert hlið- stætt dæmi að finna. Þeir, sem fyrir fáum dögum voru lamaðir og sviptir öllum viðnámsþrótti koma nú aftur fram á sjónarsviðið fullir af von, nei ekki af von, heldur af svo miklum sannfæringarþrótti, að engin andstaða megnar að lama þá .Nú fara þeir ekki huldu höfði, nú láta þeir ekki næturmyrkrið skýla ferðum sínum, geyg- lausir ganga þeir fram, fram fyrir lýðinn með boðskap sinn, handteknir vitna þeir frammi fyrir sjálfu hinu háa ráði, glaðir fara þeir í stundarfangelsi og fagnandi láta sumir þeirra lífið fyrir sannfæringuna. Nú var allt orðið breytt, nú vissu þeir, að sjálfur hinn krossfesti Kristur var upprisinn með þeim á sigurförinni, sem óskertan ljóma ber af enn eftir 19 aldir. Hver eru rökin fyrir framhaldslífinu? Hver voru þau rök, sem sannfærðu postulana og frumkristnina? Vér tölum um trú, um trú á ódauðleika, um trú á upp- risu, en í rauninni er ekki rétt, að taka svo til orða um fyrstu vottana. Af hinum helgu heimildum vitum vér, að þeir gátu ekki trúað. Þegar konurnar komu frá gröfinni og báru undrinu, sem þær höfðu orðið vottar að, vitni, segir Mark.guðspj. oss,. að orð þeirra hafi verið eins og hégómaþvaður í eyrum lærisveinanna. Og svo er enn að kvöldi páskadagsins um lærisveinana tvo, sem þá fara út til Emmaus, að þeir geta alls ekki trúað, þeir rengja allt, sem vottarnir segja þeim um upprisuundrið. Af hverju sannfærast þeir þá? Þeir sannfærast allir af staðreynd- unum. Þeir sannfærast ekki fyrir trú, heldur af því, sem þeir heyra sjálfir og sjá. Hinn upprisni meistari þeirra kemur til þeirra í upprisulíkamanum, hann talar við þá, hann lætur þá þreifa á sér, hann kemur til þeirra að lukt- um dyrum og stendur skyndilega mitt á meðal þeirra, hann dvelur þar með þeim og hverfur eins skyndilega og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.