Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Page 54

Morgunn - 01.12.1957, Page 54
140 MORGUNN sér nokkuð ýtarlega þessi mál, að hér er margt á huidu. Missagnirnar reynast oft miklar, þegar frásagnirnar ganga margra í milli. Mannssálin sjálf er enn svo lítið þekkt og margar rökkurálfur hennar enn ókannaðar með öllu. Þess vegna verður mjög að vera á varðbergi. En eins og það var óviturlegt, að rengja upprisufrásagnirnar íyrir 19 öldum, svo er það einnig óviturlegt að hafa að engu það, sem þúsundir hinna öruggustu votta hafa sagt í gegnum aldirnar og eru enn að segja í dag. Ég átti að hafa framsögu um fundarefni vort: Rölc fyrir trúnni á annað líf, eins og það er kallað í fundarboðinu, og ég hef verið að reyna að gera sjálfum mér og yður ljóst, hver þau rök voru í upphafi kristninnar, að þau einu rök, sem sannfærðu menn þá, voru upprisufyrir- brigðin sjálf. Síðan hafa allar kynslóðir og allar aldir átt sína votta, sem margir gerðu eins og postularnir forðum, sem gengu fram og „töluðu það, sem þeir höfðu heyrt og séð“. Það er að fyrirlíta mannlega reynslu, að hafa þessa vitnisburði alla að engu, en kristnum mönnum er upprisa sjálfs Krists, upprisustaðreyndirnar, sem N.tm. greinir frá, höfuörökin. Að lokum vil ég aðeins drepa á eitt atriði, sem nokkur- um ágreinindi hefir valdið. Guðfræðingar hafa haldið því fram, að upprisa Krists sé ekki sönnun fyrir upprisu mannanna, og ekki megi nota hana sem rök fyrir því, að aðrir menn rísi upp, og því síður sem rök fyrir því, að ódauðleikinn sé öllum mönnum gefinn. Þessir menn halda því fram, að Kristur hafi að öllu verið einstæður, upprisa hans allt annars eðlis en upprisa manna. Fyrir þessari skoðun færa formælendur hennar rök, sem mér hvorki vinnst tími til að segja frá né tel heldur nokkra þörf að segja frá hér. Páskarnir hafa um allar aldir verið haldnir hátíðlegir í kristninni, sem hin fagnaðarríka hátíð ódauðleikans, þar sem upprisa Krists er vitanlega meginfagnaðarefnið. En

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.