Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 11
Ávarp formanns GR,
Gests Jónssonar,
í tilefni 70 ára afmœlis GR
GolfkLúbbur Reykjavíkur var stofnaður 14. desember 1934. Hann á því í raun ekki 70 ára afmæli
fyrr en næsta vetur. Okkurfannst oflangt að bíða þess dags. Þess vegna ákvað stjómin að í stað
þess að klúbburinn œtti afmœlisdag, - þá yrði árið 2004 afmælisár.
Við munum reyna að fagna tímamótunum sem mest og best allt árið. Hluti af tilstandinu er þessi
hátíðarútgáfa Kylfings, blaðs sem komið hefur út alltfrá árinu 1935. Fyrsta eintak Kylfings kom út
fyrsta sumarið sem Golfklúbbur Reykjavíkur, sem þá hét reyndar Goljklúbbur íslands, starfaði.
Svo verður opnuð ný æfingaaðstaða í Gmfarholtinu. Þar ernúað rísa mikið mannvirki þar sem
verða básarfyrir rúmlega 70 kylfinga, þar af tæplega 50 undir þaki. Brátt verður ekki hægt að nota
skort á æfingaaðstöðu sem afsökun fyrir hœgum framförum í golfinu. Ætlunin er að opna nýja
œfingasvœðið formlega 19. júní nk., á kvennadaginn, og sama dag verður haldið afmœlismót og
afmœlishóf í Grafarholtinu.
Vellimir okkar virðast koma vel undan vetrinum. í sumar er reiknað með að Ijúka breytingunum
á Korpunni sem staðið hafa undanfarin ár með því að Ijúka við að breyta 10. braut í par 5.
í Grafarholtinu voru htutar af brautum 4 og 5 þaktir mold sem fékkst við jarðvegsskipti á nýja
œfingasvœðinu. Þessi svæði hafa nú verið tyrfð og þar með er vonast til að lökustu hlutar braut-
anna verði framvegis sléttir ogfínir líkt og gerðist með 3. brautina fyrir nokkrumi árum. Okkur
finnst að Grafarholtið eigi skilið þennan afmælisklæðmið og vonandi tekst okkur smám saman að
bœta brautimar í Holtinu þannig að völlurinn verði sífeUt betri.
Það tíðkast að gefa gjafir á afmœlum. Mérfinnst aðfélagsmenn í GR eigi að sameinast um að
gefa klúbbnum okkar gjöf. Húnfélst í bœttri umgengni um veUina. Setjum snepla í kyljúförin,
lögum boltajonn ájlötunum og látum það aldrei henda okkur að skilja eftir msl á vöUunum annars
staðar en í mslatunnunum. Ef aUir leggjast á eitt í þessu efni leyfi ég mér aðfuUyrða að veUimir
okkar verða í sparifótunum á þessu afmælisári.
Til hamingju með afmælið og gleðilegt golfsumar!
KYLFINGUR 9