Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 48

Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 48
skortir einfaldlega tíma til þess að sinna golfinu af því kappi sem mig langar til. Ég kvarta samt ekki. Ég tel mig vel boð- legan í flestum selskap; get elt þá bestu, unnið þá slökustu og lendi í hörkukeppni við miðlungs spilara.“ - Hola í höggi? „Nei,“ svarar hann allt að því afsakandi. „Ekki ennþá, en ég hef séð þá nokkra detta. Það er fögur sjón...“ - Hversu nœrrí hefurðu verið? ,,Ég hef verið næstum því, eins og það heitir. Svoleiðis er golfið alla jafna. Það snýst nokkuð mikið um þessi tvö orð... næstum því. Og það er líka það sem gerir það svo heillandi.“ Formannsgolfið Hann segist því miður ekki geta ráðið því hvað hann spilar mikið, en vita- skuld væri það draumur- inn að geta varið fleiri stundum úti á brautunum. „Ég spila eins mikið og ég get og tek eft- ir því að ég er farinn að tengja umgengni mína við fólk í æ ríkari mæli við golfið. Það tengist svo aftur starfi mínu sem for- maður klúbbsins. Golfiðkun mín á allra síðustu ámm hefur að því leyti breyst að ég er oftar að spila með fólki sem ég hefði ella ekki haft tækifæri til að umgangast sem almennur félagsmaður. Ég hef að þar af leiðandi kynnst nýrri vídd í minni spila- mennskunni sem hefur verið mér ómetan- legt.“ - Háirþað þér að einhverju leyti á vell- inum að vera formaður félagsins? „Nei, því fylgir aðeins ánægjan ein að vera formaður félagsins. Ég reyni að vanda mig alltaf jafn mikið úti á vellinum. Það getur ekkert breytt því. Það er ekki minn stfll að gera lakar en ég get.“ í formannstíð Gests hefur orðið stór- kostlegur vöxtur í golfíþróttinni, ekki ein- asta hefur iðkendum og völlum fjölgað til muna, heldur hefur aðstaða öll batnað svo mjög að ekki verður jafnað við þau skil- yrði sem kylfingar sættu sig við fyrir nokkrum ámm. Forvígismenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa orðið áþreifanlega varir við þennan vaxtarkipp á allra síðustu missemm. Félagið þurfti að grípa til sér- stakra aðgerða um aldamótin til að bregð- ast við aukinni aðsókn að klúbbnum og takmarka félagsfjölda í fyrsta skipti í sögu sinni. Félagar GR em nú rúmlega 2000 og um 500 em á skráðum biðlista. Félagið er að þessu leyti fullvaxta. Gestur segir að í reynd sé GR orðið stærsta íþróttafélag á landinu; ekkert annað félag afli jafn mik- illa tekna með félagsgjöldum og GR. Þau nemi um 80 milljónum króna á þessu ári og heildartekjur klúbbsins verði væntan- lega um 150 milljónir króna. Þeim sem fari um velli félagsins á ári hveiju hafi fjölgað gífurlega á fáum áram og séu nú sennilega á bilinu 8 til 10 þúsund. „Það er hægt að leika sér endalaust að tölum og ég hef tekið eftir því að íþróttafélög kunna öðmm betur að beita fyrir sig tölum um fjölda iðkenda innan sinna raða, en það verður ekki hjá hjá því litið að GR er á meðal allra öflugustu íþróttafélaga í land- inu.“ Golfbyltingin Gestur er spurður að því hvað hafi valdið golfbyltingunni hér á landi og hann þarf ekki að hugsa sig lengi um; vöxtur- inn í golfinu sé rökrétt afleiðing af bætt- um lífsgæðum fólks. Fólk búi við betri efni og meiri frítíma en þekktist fyrir nokkmm ámm og golfið hafi reynst æði mörgum sú lífsfylling sem skyndilegt tóm var allt í einu fyrir. Hann segir golf ekki vera jafn takmarkandi og margar aðrar kunnar íþróttir séu, svo sem sund sem menn stundi vart nema í klukkustund í einu og sama verði sagt um knattspymu, körfu, blak og badminton. „Golfið er heimur út af fyrir sig. Margir segja það vera tímasóun og vissulega er það tíma- frekt. En sá tími sem menn verja í það er mannbætandi.“ - En hvemig getur GR mœtt sífellt meiri ásókn kylfinga í klúbbinn og á velli félagsins? „Golfklúbburinn stendur á tímamótum. Stjóm hans er búin að marka þá stefnu að félagið starfræki ekki aðra velli en þá sem er að finna í Holtinu og við Korpu. í Graf- arholti emm við komin að endimörkum vaxtarins. Þar fömm við um þroskaðan og virðulegan völl sem er fullmótaður enda þótt hann þurfi eilífrar ræktarsemi við. Korpa er enn í mótun. Þar bíða okkar gríðarleg verk- efni á næstu 10 til 15 ámm á sviði gróðursetningar, tiltektar og fegmnar alls umhverfisins. Auk þess liggur endanleg gerð vall- arins ekki fyrir. Við ráð- gemm að stækka Korpu- völlinn um níu holur. Þeg- ar svo verður komið rek- um við 45 keppnisbrautir á tveimur stöðum, fyrir utan níu holu æfingavöll, æfmgasvæðin og klúbb- húsin. Hvað stækkunina varðar horfum við til svæðisins suðaustan við Korpuvöll, en þar er frá- bært land sem gott er að vinna undir prýðisgóðan völl. Þegar sú stækkun verður að baki lít- um við svo á að landvinningum okkar sé lokið. Það er ekki æskilegt að klúbburinn verði stærri. í fyrsta lagi tel ég óheppilegt að GR sem íþróttafélag vaxi úr öllu sam- hengi við aðra klúbba í landinu. Okkur veitir ekki af aðhaldi og heilbrigðri sam- keppni frá öðmm. í öðm lagi er engin sér- stök hagræðing af því að stækka GR um- fram það sem klúbburinn er í dag. Við þurfum ekki annað en að horfa til næstu nágrannalanda okkar til að sjá hvaða stærð af klúbbum menn telja vera hag- kvæma. Á Englandi, svo dæmi sé tekið, em klúbbamir vanalega byggðir upp í kringum einn 18 holu völl með 500 til 600 félagsmenn. Við emm hins vegar með ríflega 1000 manns á hvom af okkar 18 holu völlum. Menn átta sig kannski ekki á því en Golfklúbbur Reykjavíkur er á meðal stærstu klúbba í Evrópu.“ Sólarliringsgolf Gestur bendir jafnframt á að notkunin á völlum GR yfir hásumarið sé meiri en þekkist nokkursstaðar í heiminum. Álag- ið á teiga, brautir og flatir sé í einu orði sagt rosalegt. Þetta tengist vitaskuld óvenjulegum birtuskilyrðum á fslandi þar sem hægt sé að leika golf í 20 klukku- stundir á sólarhring yfir hásumarið - og gott betur: „Ég veit til þess að menn séu að spila golf hér á landi yfir blánóttina um Gestur Jónsson ásamt varaformanni GR, Jóni Pétri Jónssyni. 46 KYLFINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.