Kylfingur - 01.05.2004, Page 95

Kylfingur - 01.05.2004, Page 95
Æ, hver skrambinn Þetta átak færði kylfingum orð á borð við brot (e. break, barrow) og svuntu (e. apron, fringe) sem er stuttklippt svæði næst flötinni, einnig nefnt kragi á ís- lensku. Einnig má nefna grund (e. ground) sbr. grund í aðgerð, karga (e. rough), fugl (e. birdie) og öm (e. eagle). Þá urðu og til kunnugleg orð eins og skol- li (e. bogey) og skrambi (e. (double bogey) en hvorutveggja orðin falla einkar vel að íslenskri málhefð og minna á orða- tiltækin æ, hver skollinn og æ, hver skrambinn sem eiga einkar vel úti á vell- inum þegar kylfingar rata í vandræði. Björgúlfur fylgdi þessum orðum eftir í golfþáttum sem hann sá um í sjónvarpi á þessum tíma og má að miklu leyti þakka honum hversu vel þau hafa þrifist í mál- inu. Golflýsendumir Páll Ketilsson og Úlfar Jónsson hafa og tekið mörg þessara orða upp í lýsingunum sínum sem hafa fest þau enn frekar í íslensku máli. Sneiða og krœkja Málnefnd þremenninganna sem á und- an vom nefndir færði kylfingum líka sagnimar að sneiða og krækja, en sneiða er sem kunnugt er ágæt þýðing á tökuorð- inu slæsa og krækja sömuleiðis íslensk út- gáfa af sögninni að húkka. Hér em einnig nefnd til sögunnar sagnimar að snar- sneiða og snarkrækja þegar boltinn fer í krappan sveig út fyrir braut. Þá má einnig nefna sögnina að draga, eða draghögg (e. draw) sem er slegið þannig að boltinn sveigir frá hægri til vinstri (hjá rétthend- um kylfingi) undir lok flugferilsins. Ekki þykir heldur ónýtt að geta slegið banana- högg (e. banana ball) þar sem það á við, en það er bolti sem sveigir mjög til hliðar og getur vitaskuld allt eins verið afleiðing hroðalegra mistaka sem og æfðrar ætlun- ar. Slegið með lobbjárni Af svipuðum toga er svifhögg (e. lob shot) sem er mjög hátt og stutt högg, sleg- ið með lobbjámi (e. lob wedge) og hér mætti einnig nefna hávipp (e. pitch), stutt og hátt högg inn á flöt. Skoppvipp (e. pitch and mn) er með þeim hætti að bolt- inn skoppar og rúllar að holu, en vipp- högg (e. chip) er aftur á móti stutt og lágt högg, slegið þannig að boltinn lendir á flötinni og rúllar í áttina að holunni. Og talandi um að rúlla; nafnorðið rúll (e. mn) kom einnig til sögunnar á þessum tíma fyrir tuttugu ámm og merkir vitaskuld sú lengd sem boltinn mllar eftir að hann lendir. Hér er hægt að lauma að orðinu skondmgolf sem er slanguryrði um högg sem slegið er þannig að boltinn skoppar eftir jörðinni. Bogga og Böddi Fjöldamörg önnur íslensk orð hafa tengst golfinu í áranna rás, mörg hver skemmtileg og jafnvel fyndin. Þannig telst aulaskolli klaufaskapur í leik sem hefur skolla í för með sér. Orðið bogga er talsvert notað í stað skolla og er „bein“ eða öllu heldur „hrá“ þýðing á bogey. Böddi er áþekkt slanguryrði yfir fugl, eða birdie. Hola í höggi er í einu orðið sagt draumahögg og einheiji sá sem nær því unaðslega höggi. Dúkkuhola er gæluorð yfir par 3 holu sem er bæði stutt og auð- veld. Fálki er annað íslenskt orð yfir fugl sem náði ekki að festast í málinu og feitt högg (e. fat shot) kallast það þegar kylfan fer í jörðina fyrir aftan boltann. Fléttugrip er fallegt golfmál sem þarf ekki að út- skýra, einnig nefnt krækjugrip. Sjáiði spœleggið? Hér mætti lengi telja. Sidespin hafa Is- lendingar þýtt sem hliðarspuna og álíka heimilislegt er hundslöpp (e. dogleg) sem er sveigð braut milli teigs og holu. Sóli (e. sole) er sá hluti kylfuhaussins sem liggur á jörðinni við uppstillingu og tá (e. toe) er fremsti hluti kylfuhaussins, sá sem fjærst er skaftinu. Spælegg (e. fried egg) kallast bolti sem er hálfur á kafi í sandi og minn- ir á spælt egg. Stuðhögg (e. punch shot) er lágt högg, gjaman slegið út úr karga eða þegar leikið er á móti vindi. Það er vænt- anlega dregið af því stuði sem menn þurfa að vera í þegar kylfan er reidd til höggs. Kanínur í golfi Mörg orð vekja kátínu. Þannig er kan- ína íslensk útgáfa af byijanda í golfi, einn- ig nefndur brautarskelfir, jafnvel hausa- veiðari. Golf þessara nýliða breytist oft í sannkallað ærslagolf, en það er raunar líka nafngift á gnngolfi sem lengra komn- ir nota sér stundum til skemmtunar. Kan- ínur eiga það oft til að slá svarðhögg (e. fluff) sem er svo illa hitt högg að boltinn hreyfist varla úr stað, einnig kallað klám- högg eða vindhögg. Kanínur eiga það síð- ur til að slá vinarskopp (e. lucky bounce) sem er slanguryrði um bolta sem skoppar í æskilega átt eftir lendingu. Og talandi um nýliða; þeir reynast gjaman hinir mestu ormaskelfar eða maðkaskelfar sem eru spaugsyrði um misheppnað og flatt högg - og þarf raunar ekki nýliða til að skelfa blessaða beinleysingjana sem hley- pa mikilvægu lífi í moldina undir iðja- grænum völlunum. Golfmálið lifir Hér hefur mörg orð borið á góma, en ánægjulegt er að heyra og sjá hversu mörg þeirra lifa góðu lífi úti á vellinum. Það er ekki sjálfgefið að tala íslensku öllum stundum á ánægjulegum ferðum sínum á milli teigs og holu, en auðvitað ber að nota fallegustu og bestu orðin sem hafa gert golfið að íslenskum leik, ekki síður en alþjóðlegum. Hér gildir að nota bestu orðin sem hafa smám saman komið í stað enskra tökuorða, en leyfa þeim hluta enskunnar að lifa sem fellur vel að þjóð- tungunni. Orð á borð við þöllur mega hins vegar gleymast, eða hvað? Hver veit samt nema menn fari að þalla full hátt á teigunum í sumar? -SER. 0 0 Kynskiptingur tekur þátt í opnu kuennamóti Mianne Bagger tók þátt í opna ástralska meistaramótinu í kvennaflokki í Sydney. Bagger fæddist sem karlmaður f Dan- mörku, en gekkst undir kynskiptiaðgerð árið 1995 og varð atvinnu- kylfingur í kvennaflokki árið 2003. Bagger fékk boð um þátttöku á Opna ástralska og var það f fyrsta skipti sem kynskiptingur fær slikt boð. Mianne Bagger hefur áður tekið þátt í áhugamannamótum í kvennaflokki, en fær nú þátttökurétt í móti meðal atvinnukvenna í íþróttinni. „Ég hef áhuga á að leika meðal kvenna sem hafa at- vinnu af því að spila golf. Pað hefur alltaf verið draumur minn að leika golf á meðal þeirra bestu í heiminum," segir Bagger sem er 37 ára. Bagger segist hafa misst vöðvamassa við kynskiptiaðgerðina og slái því ekki lengra en bestu konurnar gera. „Ég er að slá um 200 metra í upphafshöggum, en margar konur eru að slá mun lengra," sagði Bagger sem byrjaði að æfa golf átta ára. Hún vann Suður-Ástralíumótið meðal áhugamanna árið 1999 og aftur 2001. Aðrar konur eru ánægðar með að Bagger sé gefið tækifæri á að keppa á meðal þeirra bestu. „Hún er kona núna og því á hún að fá tækifæri. Ég óska henni bara góðs gengis," sagði atvinnukonan Laura Davis. KYLFINGUR 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.