Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 42
Stjóm og aðrir gestir í útsýnisferð á Korpúlfsstöðum stuttu eftir aðframkvæmdir hófust.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, klippir á borðann eftir vígslu Korpúlfsstaðavallarins. Til
hliðar við hana er Garðar Eyland formaður GR. Baka til er sóknarpresturinn í Grafarvogi sr. Sig-
urður Arnarson.
klúbbinn. Reykjavíkurborg sá um
allan kostnað, fyrir utan innan-
stokksmuni. í dag eru aðalstöðvar
GR á Korpúlfsstöðum. Þar er einn-
ig inniæfingasvæði, búningsklefar
og sturtur, véla- og golfbíla-
geymsla, aðstaða fyrir kennarana,
verslun með golfvörur og veitinga-
salur. Er örugglega leitun að virðu-
legra klúbbhúsi þó leitað sé langt
út fyrir landsteinana.
Þegar Korpúlfsstaðavöllurinn
var tekinn í notkun þá var aukning
í golfinu orðin mikil. Þrátt fyrir
nýjan 18 holu golfvöll þá leið ekki
á löngu þar til biðlistar mynduðust
aftur. Nýi völlurinn naut strax
mikilla vinsælda sérstaklega hjá
þeim sem hafði fundist Grafar-
holtsvöllurinn, ekki aðeins erfiður
sem golfvöllur, heldur einnig eif-
iður yfirferðar. Þá var byrjendum
beint frekar á Korpúlfsstaði enda
var fljótlega búið að koma upp
betra æfingasvæði þar heldur en
var til staðar í Grafarholtinu. Völl-
urinn er samt enginn byrjendavöll-
ur. Hann er fjölbreyttur og krefj-
andi og víst er að týndir boltar eru
fleiri þar en í Grafarholtinu.
Vegna ásóknarinnar í GR var
nauðsynlegt að koma upp æfinga-
og byrjendavelli. Árið 1998 fékkst
heimild til þess að byggja nýjan 9
holu völl, sem meðal annars náði
inn á viðbótarsvæði sem Reykja-
víkurborg samþykkti að heimila
afnot af. Það svæði var sunnan og
vestan við Korpúlfsstaði og nær að
Víkurvegi. Þessi 9 holu völlur hef-
ur verið kjörið svæði fyrir byrjend-
ur og er hann opinn öllum almenn-
ingi gegn vægu gjaldi. Aðsókn á
völlinn hefur verið það mikil að
klúbburinn hefur talið nauðsynlegt
að leggja í aukið viðhald og breyt-
ingar á honum til að gera hann
betri.
Framtíðin á Korpúlfsstöð-
um
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar frá því fyrst var slegin golfkúla í
landi Korpúlfsstaða. Völlurinn
hefur breyst nokkuð frá fyrstu
hönnun. Sérstaklega seinni 9 hol-
umar, sem í fyrstu vom fyrri 9 hol-
umar. Að leika 18 holur reynir á
líkamann og flestir em hvfldinni
fegnir að leik loknum. Það sem
háir Korpúlfstaðavelli er að langur
40 KYLFÍNGUR