Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 59
Nýja æfingasvæðið í Graf-
arholti hefur fengið nafnið
Básar. Fjölmargir tóku þátt
í nafnasamkeppni sem efnt
var til. Sigurvegari varð
Baldur Dagbjartsson, en
hann var einn nokkurra
sem áttu tillöguna, Básar.
Baldur hlaut í verðlaun
Evrópuferð fyrir tvo með
Icelandair.
Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan um
áramót og hefur gengið á ýmsu. Bygg-
ingarhraðinn er mikill og erfitt vetrarveð-
ur í mars setti strik í reikninginn. Verk-
takafyrirtækið Alefli, sem sér um bygg-
ingu skýlisins, hefur staðið sig með mikl-
um sóma. Stefnt er að því að opna Bása
1. júní næstkomandi, en formleg vígsla
verður þann 19. júní.
Fjölgun á skápum
á Korpu -
skipt um læsingar
Vegna mikillar eftirspumar eftir skápum
undir golfsett, hefur þeim verið fjölgað
um 26 á Korpu. Skápamir em staðsettir í
kjallara golfskálans. Leigugjald fyrir
skápinn er kr. 3.000 á ári. Hafið samband
við Omar á skrifstofu GR, omar@ grgolf.
is, eða í síma 585-0200, til að bóka skáp.
Þeim sem nú þegar em með skápa á
leigu hjá GR er bent á að búið er að skipta
um læsingabúnað á skápunum. Eigendur
em því vinsamlegast beðnir um að festa
lása sína á nýja búnaðinn, næst þegar
skápanna er vitjað.
Básar verða fullkomnasta golfæfinga-
svæði í Evrópu. Sölubúnaðurinn er frá
sænska fyrirtækinu Range Servant og
fullyrða þeir að hann sé sá fullkomnasti
sem þeir hafa sett upp. 72 básar verða til
notkunar fyrir kylfinga, þar af 4 með sjálf-
tíandi mottum. 50.000 boltar verða í notk-
un á svæðinu, auk þess sem það er flóð-
lýst.
I\l l\i I__
Andlegur og líkamlegur þroski
Allír golfklúbbar leggja metna3 sinn í dag að hafa flflugt unglingastarf
og í Golfklúbbi Reykjavíkur er mikill kraftur I unglingastarfinu. Pað hefur
ekki alltaf verið svo. Langt fram eftir síðustu öld var aðallega kvartað
yfir unglingum á golfvöllum og sagt að þeir væru alltaf fyrir eldri og reynd-
ari kylfingum. í Kylfingi árið 1969 er að finna eftirfarandi klausu í grein eftir
reyndan eldrí kylfing:.Hvergi í heiminum, svo vitað sé, er unglingum leyfð
þátttaka (kappleikjum fullorðinna. f þessu efni eigum við að vera íhaldssamir, enda hafa
unglingar ekki gott af þessu sjálfir, - að fá allt, of fljótt. Við skulum ekki ræna þá gleðinni að hlakka til að verða
18 ára, til að geta tekið þátt í kappleikjum. Þótt unglingar hafi líkamlegan þroska til þátttöku, vantar mikið á,
að þeir hafi andlegan þroska til þess."
Fyrsta höggið á Austurvelli
Einn litríkasti meðlimur GR í marga áratugi var Sigurjón Hallbjörnsson, sem auk þess að vera sigursæll í golfi
var liðtækur í mörgum öðrum íþróttagreinum á sínum yngri árum. Hann segir svo frá þegar hann rifjar upp
fyrstu kynni sín af golfinu: „Það mun hafa veríð 1937, sem ég sló fyrst golfbolta. Þannig var að ég hitti Gott-
freð Bernhöft á Austurvellí, nánar tiltekið fyrir framan dyrnar á Sjálfstæðishúsinu. Hann var með eitthvað f
hendinni og ég spurði hvern fjandann þetta væri? Þetta sagði hann vera golfkylfu. Ég er með bolta líka, viltu
ekki prufa að slá. Hann sótti golfbolta í vestisvasann, lét hann á jörðina og rétti mér kylfuna og sagðí Sláðu. Ég
gerði það og þarna á Austurvelli sló ég golfbolta í fyrsta skiptið." Sigurjón var lengi í stjórn GR og var gerður
að heiðursfélaga 1982.
Akureyringar og ueðrið
Sunnlenskum kylfíngum gekk víst illa á Landsmótinu á Akureyri 1961 (Akureyringar unnu öll verðlaun sem í
boði voru). í gamansamri grein eftir Benedikt Hákonarson i Kylfingi er hann með þá skýringu að norðlensk
veðrátta hafi gengið í lið með heimamönnum: „Veðráttan er skrýtin á Akureyri. Á morgnana er logn, um há-
degi er dálítil gola, kl. 3 er aftur logn og kl. 5 er rok og svo kemur logn. Svo er vindáttin alltaf að breytast.
Þetta vita þeir allt saman á Akureyri og þess vegna líta þeir alltaf á klukkuna áður en slegið er upphafshögg."
Nefnir hann síðan dæmi um sunnlenskan kylfing sem „drævaði" þrisvar sinnum út af vellinum á einni brautinni.
Hann hafði ekki litið á klukkuna og vissi ekki að hún var orðin 5 og að vindurinn stóð nú af Vaðlaheiði.
KYLFINGLIII 57