Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 28
mikil vinna var framundan þegar þeir örkuðu landið fullir bjartsýni og tilhlökkunar. Segja
má að gijótið sem bar fyrir augu þeirra hafi verið toppurinn á ísjakanum. Fóru nú í hönd tím-
ar mikillar vinnu fómfúsra manna í golfklúbbnum og annarra velunnara klúbbsins við að
koma vellinum í leikhæft ástand.
Átján brautir ruddar
Hvað var það sem fékk Golfklúbb Reykjavíkur til að velja Grafarholtslandið sem framtíð-
arsvæði? Það er heppni okkar, sem nú njótum góðs af þessum frábæra golfvelli að landið var
valið. Ekki þótti það nú samt góður kostur þar sem ekkert var að sjá nema gijót og mold.
Sveinn Snorrason, sem átti sæti í stjóm kiúbbsins þegar verið var að semja um Grafarholts-
landið segir svo frá: „Þegar GR flutti úr Öskjuhlíðinni var klúbbnum boðnir þrír kostir.
Svæði í Breiðholti, þar sem Öldusels- og Seljaskóli eru nú, svæði í Grafarvoginum og loks
Grafarholtið. Öllum hafði verið ljóst að Grafarholtið var langversti kosturinn með tilliti til
vinnunnar við að skapa golfvöll. Það sem réði úrslitum var að menn vildu ekki þurfa að flytja
sig um set aftur heldur fá golfvöll til frambúðar. Vom menn sammála um að Bullaugun, sem
em varavatnsból fyrir Reykjavík, gerðu það að verkum að GR yrði ekki hrakið úr Grafarholt-
inu.
Eftir að komið var á hreint að Golfklúbbur Reykjavíkur fengi Grafaiholtslandið var strax
ákveðið að ryðja fyrirl8 holum og það sem fyrst. Vinna hófst að vori til árið 1958. Þegar
þungavinnuvélar ruddu brautimar mynduðst stórar grjóthnígur í brautarköntum sem þurfti
síðan að fjarlæga. Þetta var kostnaðarsamt verk fyrir févana íþróttafélag. Þuiftu þeir sem
stóðu í bninni að beita ýmsum brögðum svo hægt væri að halda áfram að vinna við völlinn.
Ætlunin hafði verið að sá grasfræi í allar brautimar, en hoifið var frá því þegar betur kom í
Ijós hversu erfið forvinnan var. Fór svo að lokum að um haustið var sáð í 11 brautir. Sumar-
ið eftir kom í ljós vandamál sem hefur alla tíð verið viðloðandi við Grafaiholtsvöllinn. Það
kom sem sagt í ljós að gijót mddi sér aftur braut upp á yfirborðið og þuifti því að taka til
hendinni og fjarlæga grjót af viðkvæmum brautunum. Einnig hafði sáningin að mestu mis-
tekist. Ekki var það heldur til að flýta fyrir að þrátt fyrir girðingar sluppu kindur inn á völl-
inn og gerðu sér að góðu nývaxið grasið. Ekki var spilað á vellinum það árið.
Ajyrstu ántnum í Grafarholti var
notast við skúra við 18. flötina sem
golfskála. Myndin er tekin við
skúrana í upphafi móts og má þekkja
marga á myndinni sem komu mikið
við sögu áfyrstu árunum í Grafar-
holti. Þarna eru meðal annars Ottar
Ingvason, Guðlaugur Guðjónsson,
Albert Wathne, Sveinn Snorrason,
Jón Thorlacius, Ingólfur Isebam,
Haukur Guðmundsson, Kári Elías-
son, Þorvaldur Arnason, Sigurjón
Hallbjörnsson, Ólafur Agúst Ólafs-
son, Viðar Þorsteinsson, Pétur
Björnsson, Ólafur Bjarki Ragnars-
son, Jóhann Eyjólfsson, Tómas Áma-
son, Gunnar Þorleifsson, Ólafur
Loftsson, Ólafur Hafberg og Geir
Þórðarson.
26 KYLFINGUR