Kylfingur - 01.05.2004, Side 125
uppgötvar þú að orsökin er há-
væra tölvan þín. Algengt er að fólk
finni ekki fyrir hávaða fyrr en hann
hættir. Litur á tölvum og skjáum
skiptir líka máli. Fólk þreytist
meira í augum við að vinna mikið
með svartan ramma utanum skjá-
inn og því er í vaxandi mæli boð-
ið uppá Ijósa skjái í dag.
Flutningar. Með því að framleiða
búnaðinn nálægt markaðnum
sparast mikið eldsneyti í flutnings-
kostnað. Þegar um stærri sending-
ar er að ræða er búnaði pakkað í
stærri einingar og umbúðir þ.a.l.
sparaðar. Einnig eru sömu umbúð-
irnar notaðar aftur og afur - og
þegar þær eru úr sér gengnar eru
þær endurunnar. Allar almennar
umbúðir eru úr endurunnum efn-
Endurvinnsla. Allur búnaður þarf
að vera endurvinnanlegur og
hannaðurtil þess. Fujitsu Siemens
hefur rekið endurvinnslustöð fyrir
rafeindabúnað í Paderborn í
Þýskalandi frá 1986 sem flokkar
og endurvinnur tölvubúnað.
Nú er tækifæri - allavega fyrir þá
sem láta umhverfismál sig varða -
að næsta tölva verði umhverfis-
væn tölva. Kíktu á merkið - Fu-
jitsu Siemens er eina tölva á ís-
landi með viðurkennt umhverfis-
merki - Svaninn! Láttu til þín taka.
Nánari upplýsingar á www.
taeknival.is
TÞ
Þann 30. mars síðastliðinn hélt af
stað hópur ungs fólks úr afreks-
hóp GR í æfingaferð til Alicante á
Spáni. Þarna voru á ferð 29
kylfingar á aldrinum 15-20 ára, í
för með okkur voru fararstjór-
arnir Magnús, Sveinn og Einar og
þjálfararnir Derrick og David.
Koma okkar til Spánar var síðla kvölds, og var því ekki amalegt að láta taka vel á móti
sér á þessu líka glæsilega fimm stjömu hóteli, Hesperia Golf Hotel, sem við dvöldum á
þessa 8 daga okkar á Spáni. Morguninn eftir var hópurinn vakinn eldsnemma, en það
þótti okkur nú ekki leiðinlegt þegar við áttuðum okkur á því hvar við vomm stödd. Og
voru allir spenntir að drífa sig út á völl. En áður en haldið var út á völl beið glæsilegt
morgunverðarhlaðborð með allskyns kræsingum. Þeg-
ar út á völl var komið var hópnum skipt í tvennt og fór
þá annar hópurinn út á völl að spila en hinn helming-
urinn var á æfingasvæðinu ýmist að æfa sveifluna eða
stutta spilið, undir leiðsögn þjálfaranna. Svo var þessu
skipt eftir hádegi, þannig það var æft stíft allan daginn.
Eftir fimm góða æfingadaga var síðan haldið mót inn-
an hópsins, þar sem kom í ljós að margir höfðu tekið
miklum framfömm eftir vetraræfngamar og gat mað-
ur einnig séð mun á mönnum frá fyrsta degi og þeim
síðasta sem spilað var á Spáni.
Á kvöldin vom yfirleitt allir dauðþreyttir eftir langa
göngu og miklar æfingar. Eyddu menn tíma sínum á
hótelinu í góðum félgsskap hvors annars hvort sem
verið var að slappa af inn á herbergi fyrir framan sjón-
varpið eða skellt sér í sund og gufu. Þó vom alltaf
vissir aðilar sem virtust hafa nægja orku til að hamast
í fótbolta, tennis eða ffflast í sundlaugargarðinum.
Völlurinn var eins og fym segir með besta móti og var það frábært fyrir okkur að fá
að spila á svona fínum velli til að hita upp fyrir sumarið. Veðrið lék við okkur allan tím-
ann og var maður farin að sjá ansi ijóðar kinnar þegar við hittumst á kvöldin í matnum.
Síðasti dagurinn var frídagur, löngum og ströngum æfingum lokið, en allir glaðir eftir
að hafa fengið að komast loks-
ins í golf eftir langan vetur.
Frídeginum var eytt í búðar-
ráp og seinnipart dags vai' hóp-
urinn sameinaður í sundlaugar-
garði hótelsins þar sem við átt-
um yndislegan dag í sólinni.
Stelpumai' voru æstar í að ná
sem mestri brúnku á síðasta
degi og lágu í sólinni en strák-
amir skemmtu sér konunglega
við að henda hvor öðrum út í
laugina. Nokkrir vom enn
þyrstk í golf og spiluðu sinn
síðasta hiing í ferðinni þennan dag. Kvöldið endaði svo með kvöldmat og verðlauna-
afhendingu á hótelinu.
Þessi ferð var í alla staði mjög vel heppnuð. Góður hópur, fararstjórarnir og kennar-
amir góðir. Veðrið var yndislegt og völlurinn frábær.
Og vil ég fyrir hönd okkar allra þakka klúbbnum fyrir að gera ferð sem þessa mögu-
le£a- Hrafnhildur Einarsdóttir.
KYLFINGUR 123