Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 32

Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 32
hafði fækkað þegar flutt var úr Öskjuhlíðinni í Grafarholtið. Fannst mörgum að þeir þyrftu að fara upp í sveit til að leika golf og höfðu ekki tíma til þess. Tók nokkur ár að koma félög- um í þann fjölda sem hann var í Öskjuhlíðinni. Ekkert varð úr kaupum á norsku sumarhúsi þar sem Gísli Halldórsson arkitekt og forseti ÍSÍ gaf teikningar að stóru og glæsilegu klúbbhúsi. Það var mikil framkvæmd að reisa þetta myndarlega hús þegar litlir peningar voru til. Kom upp ágreiningur um hvort ætti að eyða peningum í hálfkláraðan völlinn eða byggingu golfskála. Höfðu þeir yfirhöndina sem vildu koma þaki yfir höfuðið. Var um tíma nokkur togstreita milli félagsmanna um þetta mál. Þeir sem vildu geyma byggingu golfskálans höfðu nokkuð til sín máls og má til sanns vegar færa að húsið hafi verið byggt af vanefnum. Hefur mikið þurft að kosta til viðhalds og endumýj- un;ir til að gera það að því glæsilega klúbbhúsi sem það er í dag. Menn verða sjálfsagt aldrei sammála um hvað fór úrskeiðis og hvað olli því að peninga- staða klúbbsins varð svo slæm um tíma að hann var nánast gjaldþrota. Eitt af því sem ein stjórn klúbbsins gerði í upphafi sjöunda áratugarins var að bjóða félögum að gerast ævifé- lagar fyrir visst gjald sem var tvö til þrjú árgjöld. Þetta notfærðu sér margir. Þegar búið var að eyða þessum peningum og í ljós kom að þessir félagar þurftu ekkert að greiða til klúbbs- ins var reynt að koma á framkvæmdagjaldi til að ná peningum af þeim, gjald sem nokkrir þeirra tóku stinnt upp. Upp úr 1970 var farið að reyna að klára völlinn, gera hann að 18 holum eins og til stóð í upphafi. Menn snéru bökum saman og allar leiðir vom reyndar til að bjarga fjárhagnum og halda áfram framkvæmdum. Það þurfti blóð, svita og tár duglegra manna til að láta þetta ganga eftir. Smám saman fór klúbburinn að rétta úr kútnum og meiri stöðugleiki komst á reksturinn. Stórmót í Grafarholtinu Stór áfangi í sögu Golfklúbbs Reykjavíkur er þegar golfvöllurinn í Grafarholti varð 18 hol- ur, sá fyrsti á landinu. Með honum eignuðust Islendingai' sinn fyrsta alvöru keppnisvöll. Eft- irminnileg landsmót og önnur stórmót vom haldin á vellinum sem varð betri og betri með hverju ári um leið og hann varð fjölbreyttari. Völlurinn var ekki aðeins erfiður kylfmgum heldur einnig þeim sem sáu um hann. Tímafrekir grjótflutningar á hverju vori kostuðu sitt og margt þurfti að breyta og laga. Má segja að Grafarholtsvöllurinn hafi að einhveiju Ieyti verið í endumýjun allan þann tíma sem hann hefur verið í notkun. Miklai' breytingar hafa verið gerðar í áranna rás, breytingar sem hafa skilað sér í einstökum og eftirminnilegum golfvelli sem í dag er í heimsklassa. Rekstur klúbbsins gekk betur og betur eftir því sem árin liðu. Klúbburinn var þó megnið Svan Friðgeirsson, sem erfyrir miðri mynd, varfyrsti fastráðni vallarstjór- inn í Grafarholti. Mynd þessi er tekin í byrjun níunda áratugarins af honum og nokkrum starfsmönnum vallarins. A myndinni má þekkja Jón Pétursson, sem lengi var vallarstaifs- maður í Grafarholti, Sigurð Haf- steinsson, golfkennari í dag, Harald Olafsson, sem eins og Jón vann lengi í Grafarholtinu og Geir sonur Svans. Geir var um tíma mikill afreksmaður í golfi. Tina Pors og Steen Hnningfrá Dan- mörku, Norðurlandameistarar í Grafarholtinu árið 1984. Tinning átti eftir gera garðinn frœgan á Evrópu- túrnum en þar hefur hann leikið í tœp 20 árfyrir utan rúm tvö ár þegar hann var að jafita sig eftir alvarlegt bílslys, sem hann og eiginkona lians lentu í á ferð um Þýskaland. 30 KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.