Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 14
Fyrsta stjórn Golfklúbbs Islands ásamt golfkennaranum Walter Ameson. I efri röð frá vinstri eru Guðmundur J. Hlíðdal, Helgi H. Eiríksson, Walt-
er Arneson, Gunnlaugur Einarsson, formaður og Gunnar Guðjónsson. I neðri röðfrá vinstri eru: Eyjólfur Jóhannsson og Gottfred Bemhöft. A
myndina vantar Valtýr Albertsson.
sem var að völlurinn í Laugardalnum var aðeins til bráðabirgða, en voru um leið ánægðir
með að það skyldi hafa tekist að koma upp golfvelli á íslandi. Þeir sem ekki höfðu leikið golf
nema á íslandi skemmtu sér vel og má segja að allir hafi verið sáttir með völlinn og golfskál-
ann. Ekki var golfskálinn merkilegur og má ætla að orðið „golfskáli“ hafi orðið til hjá ein-
hverjum gestanna í „sumarbústaðnum“, orð sem hefur fest sig í íslensku golfmáli, en er eng-
an vegin lýsing á þeim glæsilegu klúbbhúsum sem reist hafa verið á mörgum golfvöllum.
Stjóm Golfklúbbs íslands lét ekki gott heita heldur hóf þegar að leita að framtíðarlandi.
Borgarstjórinn í Reykjavík hafði tekið vel í að útvega klúbbnum ókeypis land og var helst
talað um spildu upp við Vatnsendahlíð. Walter Ameson, kennara klúbbsins, leist ekki vel á
þetta land og taldi að erfitt myndi að koma því í viðunandi rækt. Stjómin ákvað að bíða með
málið.
Eitt sem stjórn Golfklúbbs íslands lagði áherslu á strax í upphafi var að koma til skila að
golfið væri ekki heldrimannaíþrótt eins og algengur skilningur almennings var á íþróttinni.
í 2. tölublaði Kylfings stendur: „Þetta er leikur fyrir bæjarbúa, ekki fáa útvalda, heldur all-
an almenning „leikur, sem við hlið sundsins í Laugardalverpinu getur orðið til mikillar bless-
unar fyrir böm þéttbýlisins.“
Fyrsta mótið
í gögnum klúbbsins kemur fram að veðurguðimir hafi ekki verið kylfmgum hliðhollir fyrs-
ta sumarið sem golf var leikið á íslandi. Má skilja að þetta hafi verið rigningarsumar og var
enginn kappleikur háður fyrr en 18. ágúst. Þá var haldin Flaggkeppni og voru stjórnendur
klúbbsins ekki bjartsýnni á veðrið en svo að í tilkynningunni fyrir mótið stóð: „Keppt verð-
ur hvemig sem viðrar og eru allir áminntir um að klæða sig vel.“ Þegar kom að mótsdegi
mættu 23 kylfingar til leiks. Sigurvegari í mótinu varð Gunnar Guðjónsson.
í fundargerð eftir mótið stendur svohljóðandi: „Sunnudaginn 18. ágúst fór fram fyrsta
keppni innan Golfklúbbs íslands og var mótið þar með fyrsta golfkeppni á íslandi. I því til-
efni hafði landsþing veðurgoða samþykkt að líta í náð til íslenskra kylfmga á þessum merk-
isdegi þeirra og rann dagurinn upp heiður og bjartur og hélst þannig allur.“ Þess má geta að
fyrsta kappleikjanefnd Golfklúbbsins var skipuð eftir þetta mót. Þótti ekki nóg að skipa fimm
manns í þá nefnd heldur var að auki skipuð þriggja manna dómnefnd.
Eftir þessa góðu byrjun færðist fjör í mótahald og fram til hausts vom haldin fjögur mót í
viðbót. Yfir vetrarmánuðina leigði Golfklúbbur íslands húsnæði í Mjólkurfélagshúsinu til
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýð-
veldisins íslands, í golfsveiflu.
Sveinn var einn helsti hvatamaður að
stofnun golfklúbbs á Islandi og einn
af stofnfélögum Golfklúbbs íslands.
Hann smitaði marga af golf-
bakteriunni þegar hann var sendi-
herra Islands í Kaupmannahöfn.
12 KYLFINGUli