Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 63

Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 63
Stjóm GR 1959-1960: Taliðjrá vinstrí: Sigurjón Hallbjömsson, Jón Thor- lacius, Ólafur Agúst Ólafs- son, Helgi H. Eiríksson, Guðlaugur Guðjónsson, Jóhann Eyjólfsson og Guðmundur Halldórsson. mannaeyjum á Dakota vél sem var tóm. Hann gerði sér lítið fyrir og steypti vélinni niður að okkur. Þú getur rétt ímyndað þér hvemig það er að sjá þetta ferlíki stefna beint á okkur. Allir sem einn á vellinum hentu frá sér golfkylfum, pokum og kerr- um og reyndu að komast í skjól. Þorsteinn reif síðan vélina upp og lenti eins og ekk- ert hefði í skorist. Ekki vom allir hrifnir af þessu uppátæki og fékk Þorsteinn skömm í hattinn, var „grándaður“ eins og það heitir á flugmáli. Ég var á vellinum og gleymi þessu aldrei. Annars er Þorsteinn einn eftirminnileg- asti maður sem ég hef kynnst. Hann var mjög áberandi hvar sem hann lét sjá sig, og áttum við saman margar skemmtilegar stundir á golfvellinum. Við spiluðum aft- ur eftir að hann var hættur að fljúga í út- löndum og kominn heim. í lokin var hann orðinn orðinn fársjúkur en lét sjúkdóminn ekki aftra sér að koma og spila golf. Ohætt er að segja um Þorstein að hann hafi spilað golf fram í rauðan dauðann. Fyrst ég er farinn að segja frá Þorsteini þá verð ég að láta það fljóta með að þegar hans naut við þá var hægt að fá bjór í golf- skálanum." Eftirminnileg landsliðsferð Olafur verður Islandsmeistari 1954 og 1956 og er valinn þremur árum síðar í fyrsta landslið Islands: „Það verður nú að segjast eins og er að breiddin í golfinu var ekki nándar eins mikil eins og hún er í dag. Það var þröng- ur hópur sem keppti um titlana. Gísli bróðir, sem ég tel að hafi verið með fallegustu golfsveilflu sem hér hefur sést, var hættur keppni og lét mér eftir að verja heiður fjölskyldunnar. Faðir minn var enn á kafi í málefnum Golfkiúbbs Reykjavrk- ur, var meðal annars formaður 1949-1954 og hélt áfram að vinna að málefnum klúbbsins fram í andlátið. Ég var mjög mikið í golfinu á þessum árum, eins og ég er raunar enn þann dag í dag og tók mik- inn þátt í mótum. Það var til dæmis mjög skemmtileg keppni á milli Golfklúbbs Vestmannaeyja og Golfklúbbs Reykjavík- ur á árum áður, keppni sem ávallt var beð- ið eftir með eftirvæntingu. Það var auk þess alltaf mikil og góð stemning í Meist- aramótum klúbbsins og á Landsmótum. Ekki var mikið um að landslið væri val- ið enda enginn til að keppa við. Það kom að því að valið var landslið til að keppa í Heimsmeistarkeppni áhugamanana sem fór fram á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Upphafsmaður þessarar kepp- ni var Dwight Eisenhower, forseti Banda- ríkjanna, sem var mikill áhugamaður um golf. Fékk hann golfsambönd Evrópu og Ameríku til að taka höndum saman og gera þessa keppni að veruleika. Átti að keppa um verðlaunagrip sem nefndur var The Eisenhower Throphy. Ég var valinn í landsliðið ásamt Sveini Ársælssyni, Vest- mannaeyjum, Hermanni Ingimarssyni, Akureyri og Magnúsi Guðmundssyni, Akureyri, frábærum kylfingi, sem um nokkurra ára skeið var yfirburðamaður á íslandi í golfi. Allir höfðum við orðið ís- landsmeistarar. Svo mikið lagði Eisenhover forseti upp úr keppni þessari að hann fékk sjálfan Bobby Jones til að vera fyrirliði banda- ríska liðsins. Var Jones kominn í hjólastól en lét það ekki aftra sér í að koma á St. Andrews. Við áttum að sjálfsögðu ekki mikla möguleika í mótinu enda lítt reynd- ir á erlendri grundu og veður var slæmt. Ég átti þó mitt augnablik síðasta keppnis- daginn. Þegar mótið er haldið þá er ný- lega farið að sjónvarpa frá golfmótum og sjónvarpið var komið á 18. flötina þegar ég geng upp að henni ásamt meðspilurum mínum. Ég hafði farið frekar snemma út enda ekki í fremstu röð eftir fyrstu dag- ana. Á flötinni er boltinn langt frá hol- unni. Ég gerði mér lítið fyrir og púttaði boltanum ofan í holuna fyrir framan hundruð áhorfanda og sjónvarpið. Þetta var síðar mælt og reyndist vera 28 metra pútt. Ég hafði aldrei kynnst því að taka við fagnaðarlátum og var í miklum vand- ræðum með mig, vissi ekkert hvað ég átti að gera og ákvað um síðir að taka ofan og veifa til mannfjöldans. Fagnaðarlætinn voru það mikil að Magnús sem enn var úti á velli, enda með betra skor en ég, sagði mér síðar að hann hefði verið að pútta þegar fagnaðarlætin bmtust út. Þegar hann spurði um fagnað- arlætin fékk hann að vita að einn kepp- andinn hafi átt ævintýralegt pútt á 18. flöt. Hann vissi að sjálfsögðu ekki að það hafði verið ég sem truflaði hann í púttinu. í lokin var svo haldin veisla fyrir alla keppendur, þar sem fyrir framan hvem og einn var uppmnaleg teikning af St. And- rews vellinum í ramma. Ég fór með minn ramma til Bobby Jones og bað hana að árita hann, sem og hann gerði. Slfk ferð sem þessi er eitthvað sem aldrei gleymist og er alltaf til í minningunni." Montinn af Grafarholtinu Það kom að því að yfirgefa þurfti Öskjuhlíðina ogflytja í Grafarholtið: „Þegar kemur að fyrstu Grafarholtsár- unum þá er sú persóna sem mér er einna minnisstæðust, heiðursfélagi GR, Ragn- KYLFlNGUIt 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.