Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 17
STOFNUN OG FYRSTI VÖUURINN
tæplega þrjú golfsumur. Hann er samt
hinn merkilegasti. Þama varð golfið til á
íslandi og þó að meðlimir hafi flestir
verið virðulegir heldri borgarar sem
höfðu „efni“ á að leika golf þá styrktust
rætumar og þær breiddu úr sér. Látum
Svein Bjömsson, fyrsta forseta lýðveld-
isins og einn af stofnfélögum Golf-
klúbbs Islands, eiga síðustu orðin í þess-
um kafla, þar sem hann hvetur til
golfiðkunar árið 1937: „Ég þekki hund-
mði innisetufólks í Reykjavík, sem ekk-
ert eða lítið hugsar um nauðsynlega úti-
hreyfingu. Þessu fólki mundi líða allt
öðm vísi - og betur - ef það vildi sinna
nýjustu útiíþróttinni heima, golfleiknum.
Iþróttinni, sem mest mun breiðast út
meðal menningarþjóðanna næstu árin.
íþróttinni, sem menn, er kynnst hafa
henni, verða aldrei leiðir á og iðka nú til
elliára." -HK
Vtð vígslu golfvallarins í Laugamesi var einn útlendingur, Gourley, frá sápufyrirtœkinu Lever
Brotliers. Lofaði hann að gefa klúbbnum veglegan bikar til að vera aðalverðlaun í meistaramóti
klúbbsins. Myndin er tekin þegar W. Philip Scott, fulltrúi fyrirtœkisins (heldur á bikamum),
fcerði klúbbnum bikarinn 13. ágúst 1935. Með honum eru stjórnarmenn og kennarinn Walter
Ameson.
Stofnendur Colfklúbbs Reykjavíkur
Golfklúbbur Reykjavíkur, sem I fyrstu hét Golflúbbur íslands, var stofnaður 14. desember 1934. Skráðir stofnendur eru 54
talsins. Þeir eru eftirfarandi:
Anna Kristjánsdóttir
Ágústa Johnson
Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri
Ásgeir Ólafsson heildsali
Bergur G. Gíslason kaupmaður
Bergþóra Jóhannesdóttir Thorsteinsson
Björn Ólafsson heildsali
Carl D. Tulinius framkvæmdastjóri
Daníel Fjeldsteð læknir
Einar Pétursson framkvæmdastjóri
EinarE. Kvaran bankabókari
Eyjólfur Jóhannesson framkvæmdastjóri
Friðbjöm Aðalsteinsson stöðvarstjóri
Friðþjófur 0. Johnson verslunarmaður
Guðmunda Kvaran
Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri
Guðmundur Ásbjörnsson borgarstjóri
Gottfreð Bemhöft sölustjóri
Guido Bernhöft heildsali
Gunnar Guðjónsson skipamiðlari
Gunnar £ Kvaran heildsali
Gunnlaugur Einarsson læknir
H. Hólmjám verksmiðjustjóri
Hallgrímur Benediktsson heildsali
HallgrímurF. Hallgrímsson framkvæmdastjóri
Haraldur Árnason kaupmaður
Helga Sigurðsson
Helga Valfells
Helgi H. Eiríksson verkfræðingur
Héðinn Valdimarsson framkvæmdastjóri
Jens Jóhannsson læknir
Johann Rönning rafvirki
Jóhanna Magnúsdóttir lyfsali
Jóhanna Pétursdóttir
Jón Ásbjömsson hæstaréttarmálflutningsmaður
Karl Jónsson læknir
Kjartan Thors framkvæmdastjórí
Kristinn Markússon kaupmaður
Kristján Einarsson framkvæmdastjóri
Krístján G. Gíslason fulltrúi
Kristrún Bemhöft
Magnús Andrésson fulltrúi
Magnús Thorsteinsson
Matthías Einarsson læknir
ÓlafurÁ. Gíslason heildsali
Sigmundur Halldórsson húsameistari
Sigurður B. Sigurðsson konsúll
Stella Andrésson
Sveinn Björnsson sendiherra
Sveinn B. Valfells framkvæmdastjórí
Unnur Magnúsdóttir
Unnur Pétursdóttir
Valtýr Albertsson læknir
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali
KYLFlNGUll 15
L