Kylfingur - 01.05.2004, Síða 94

Kylfingur - 01.05.2004, Síða 94
Sáuði hvert þöllurmn skaust? Nýyrði í golfinu hafa komið og farið í 70 ár Um áratugaskeið hafa íslenskir kylfingar freistað þess að búa til íslensk orð yfir flest það sem kemur við sögu í golfíþrótt- inni. I mörgum tilvikum hefur vel tekist til, en álíka oft hefur mönnum mistekist og það jafnvel hrapallega. Nægir þar að nefna tilraun nokkurra málfarsunnenda innan golfhreyfingarinnai' til þess að þýða sjálft heiti íþróttarinnar í árdaga hennar á Islandi: Kólfleikur skyldi sportið heita, en tillaga þessa efn- is um íslenskt heiti á golfi var sett fram í Kylfingi árið 1935. Eins og fram kemur í alfræðiorðabók dr. Ingimars Jónssonar um golfíþróttina, sem stuðst er við í þessari grein, var því haldið fram að orðið golf væri skosk afbökun á orðinu kólfur og með réttu ætti golf að heita kólfleik- ur. Þess má geta að kólfur merkir á íslensku dingull inni í bjöllu eða kastvopn á borð við lítið spjót, en merking orðsins er reyndar margvísleg og er einnig höfð um reður á hesti. Það er önnur saga. Frá þelli til þallar Orðið kólfleikur festist engan veginn í málinu og þaðan af síður orð á borð við þöllur. Um 1930 reyndu kylfingar að þýða enska orðið tee sem síðar aðlagaðist prýðilega íslensku máli með frónskri staf- setningu; tí. í árdaga voru menn hins veg- ar á því að finna tilkomumeira orð yfir þetta litla en mikilvæga amboð úti á teig- unum. Enduðu þessar vangaveltur manna með nýyrðinu þöllur; já þöllur væri nýtt orð sem hæfði vel þessum litla trétitti. Og talandi um tré; þöll merkir fura á íslensku máli og má ætla að orðsmiðimir í árdaga hafi haft þá merkingu í huga þegar þeir freistuðu þess að festa orðið þöllur í golf- málinu. Væntanlega hafa menn einnig haft það í huga að þöllur beygist vel, rétt eins og völlur; þöllur um þöll frá þelli til þallar. Kambur = pútter Astæða þess að orð á borð við þöllur hafa ekki lifað í málinu má að mestu rekja til þess að fjöldi orða á ensku, sem notuð eru í golfmáli, falla mjög vel að íslensku. Má þar nefna áðurnefnt tí og þá ekki síð- ur orð eins og par. Reynt var að þýða það orð sem mat eða jafnvel gengi, en hvorugt þeirra orða reyndist betra en par, enda fellur það vel að íslensku og beygist auð- veldlega. Síðar var reynt að fella orðati- ltækið að spila á jöfnu að íslensku golf- máli, en par hefur einnig lifað það af. Annað orð sem hverfur ekki úr málinu úr þessu er pútter og sögnin sem fylgir því verkfæri; að pútta. Tilraun var gerð til að nefna pútter kamb á íslensku og þar með héti athöfnin að kemba. Hvomgt tókst og enn pútta menn á íslandi af misjafnlega miklu listfengi. Golfmálið vekur athygli Enda þótt íslenskt golfmál sé víða mjög enskuskotið undrast mai-gir útlendingar hversu mörg íslensk orð em notuð hér á landi í golfmálinu. Björgúlfur Lúðvíksson golffrömuður riljar það upp í samtali við Kylfing að oftsinnis hafi útlendingar, ekki síst kylfingar á öðmm Norðurlöndum, dáðst að að orðnotkun íslendinga: „... og svo eigið þið ykkar eigið golfmál“, hafi þeir iðulega sagt við ís- lendinga á golfþingum heima og erlendis með nokkra aðdáun í röddinni. I þessu efni er vert að hafa í huga að golfmál margra nágrannaríkja okkar, svo sem Norðmanna, er nán- ast að öllu leyti tekið úr ensku og sama má reynd- ar segja um aðrar íþrótta- greinar; Norðmenn kalla til dæmis hom í knattsyr- nu komer. Flatir og glompur Mörg gömul íslensk golforð á borð við kylfingur, kylfusveinn, flöt, glompa og teigur eiga rætur að rekja til upphafsára golfs á Islandi, um og upp úr 1920, en hafa náð sér aftur á strik á síð- ari ámm - og em orðin órjúfanlegur part- ur af golfmálinu hér á landi. Sama á við um samsett orð eins og teighögg og flat- arfé, flatargjald og flatargaffal, eitt mesta þarfaþing kylfinga úti á vellinum. Ekki má gleyma orðinu forgjöf (e. handicap) sem er lykilorð í íslensku golfmáli, en at- hygli vekur hversu fáar þjóðir eiga sitt eigið orð yfir þetta hugtak. Önnur þekkt golforð má rekja aftur til átaks sem hmndið var af stað eftir golfþing í Vest- mannaeyjum fyrir liðlega tveimur áratug- um þegar kempurnar Kristján Einarsson og Sigurður Guðmundsson, ásamt Björg- úlfi Lúðvíkssyni vom fengnar til að finna íslensk orð yfir nokkur þeirra ensku orða sem laga sig einna síst að íslensku. 92 KYLFINGUIi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.