Kylfingur - 01.05.2004, Side 85
Og þegar þurfti að taka hamar í hönd voru BP-menn ekki langt undan.
Trésmiðurínn KalliJóh. var laginn með hamar og sög í klúbbhúsinu.
Svan. Kalli Jóh gegndi formennsku í þrjú ár, til 1985 að Hannes
Guðmundsson tók við kyndlinum og bar með sóma í fjögur ár og
síðan Guðmundur Bjömsson fram á tíunda áratuginn.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað, er án vafa eitt
öflugasta íþróttafélag landsins með um 2.000 félaga. Landnámið
í Grafarholti reyndist mikið gæfuspor. Auðvitað komu að verk-
inu margir góðir menn sem ekki verður hér getið, enda hér fjall-
að um tengsl klúbbs og Olís. Allir sanngjamir menn geta þó ver-
ið sammála um, að ef litið er til landnámsins í Grafarholti, reynd-
ist Olís og hinir fjölmörgu öflugu starfsmenn þess, klúbbnum
ómetanlegur bakhjarl á erfiðum tíma.
Meðal Olísmanna í GR má þó nefna Jón Pétursson og Harald
Ólafsson Bjarka Ragnarssonar, sem unnu í Grafarholti á sumrin
og Olís á vetmm. Og um tíma „átti“ Olís marga snjalla kylfinga,
unglingalandsliðsmenn og síðar landsliðsmenn; Sigurð Haf-
steinsson, Sigurð Pétursson, Ragnar Ólafsson, Geir Svansson og
Eirík Jónsson.
Frá öndverðu hefur lifandi áhugi á golfi verið innan Olís. Öfl-
ugur golfklúbbur er starfandi innan félagsins. Um þrjátíu manns
em liðtækir kylfingar og fylkja sér í mót með Helgu Friðriksdótt-
ur, framkvæmdastjóra smásölusviðs og GR-ing, í broddi fylk-
ingar.
Og GR og Olís ganga áfram götuna til góðs. Þannig hefur
verið samið um að 1. brautin í Grafarholti verði næstu þrjú árin
merkt Olís.
HH
Golf er bilun!
Colfíþróttin er oft á tíÖum sögð vera einhver mesla ástríða sem til er í lífi manna. Margar ástæður eru fyrir því að
menn falla fyrir þessu sporti, en almennt eru menn þó þeirrar skoðunar að íþróttin sé einfaldlega svo margslungin
og óútreiknanleg að hún komi kylfingum sífellt á óvart.
Kylfingur rakst á dögunum á fimm stig gofíástríðunnar; höfundur þeirra heldur sig til hlés, en af lestrinum má ráða
að talsvert þarf til að verða jafn hamslaus og ástríðufullur gofíari og sá sem getur samsamað lýsungunum sem hér
fara á eftir:
1. Kylfingurinn er farinn að bera sigeftirsvo dýrum og vönduðum fatnaði oggræjum til gofíiðkunar að hann
neyðist til að taka nokkurra ára neyslulán til að greiða fyrir ósköpin.
2. Kylfingurinn ákveður að segja skilið við maka sinn til að geta sinnt íþrótt sinni afsem mestu kappi. Hann
kaupir sér litla íbúð við hliðina á golfvellinum.
3. Kylfíngurinn ákveður að selja litlu íbúðina sína og allt innbú hennar til að geta hætt í vinnunni sinni og
helgað siggofíinu. Hann kemur sér fyrir í litlu tjaldi í notalegu skógarrjóðri við gofívöllinn.
4. Komið er að kylfíngnum á átjándu holu á aðfangadagskvöld þar sem hann reynir að lýsa upp flötina með
litlu rafhlöðnu vasaljósi. Farið er með kylfínginn á lögreglustöðina og honum leyft að sofa þar yfír nótt-
ina og ná í sig hlýju.
5. Kylfíngurinn kveður þennan heim með söknuði og er lagður í kistu ígofígallanum sínum ásamt uppáhalds
settinu sínu. Öskunni er dreift yfir golfvöllinn hans.
Kyfíingur þekkir ekki til manna sem náð hafa þessu lokastigi gofíástríðunnar - ennþá. Hann kannast hinsvegar við
nokkra sem falla undir fyrsta og jafnvel annað stigið. Sjái menn aftur á móti einhver tjöld í námunda við golfvöll-
inn í sumar, ættu menn að vita hvað er ígangi.
- SER
KYLFINGUR 83