Kylfingur - 01.05.2004, Page 21
Til að gera sér grein fyrir því hversu stór þessi atburður var hjá þjóðinni, má geta þess að Uppábúnir stjómendur Golfklúbbs
auk hinna konunglegu gesta var ríkisstjórn íslands og bæjarstjóm Reykjavíkur viðstödd íslands gera sér dagamun á pallinum
vígsluna jýrír utan golfskálann.
Sumarið 1938 var votviðrasamt og mikil bleyta á vellinum. Höfðu einhverjir á orði að þeir
hefðu þurft að vaða völlinn í hné. Bárust stjóm klúbbsins margar kvartanir. Stjómarmenn
vom að sjálfsögðu kvíðnir og sáu fram á mikinn viðbótarkostnað við að ræsa völlin. Til þess_______________________________________
kom þó ekki þar sem næsta sumar hélst völlurinn sæmilega þurr enda sumarið mun betur
fallið til golfleiks en sumarið áður.
Þröngt mega sáttir sitja
Nýi völlurinn í Öskjuhlíðinni reyndist kylfingum vel þó ýmis vandamál kæmu upp. Þar
sem stór hluti landsins var gryfja mikil sem var nánast í miðju vallarins þá lágu brautimar á
einstaka stað þétt saman og olli það nokkrum vandræðum í stærstu mótunum. Þá vom land-
eigendur í nágrenni golfvallarins, sem meðal annars ræktuðu kál og kartöflur, ekki ánægðir
með strandhögg kylfinga sem létu girðingar ekki aftra sér í að ná í bolta sem fóm út fyrir
völlinn. Sá stjómin sig tilneydda til að gefa út þessa tilskipun: „Með því að garðeigendur,
einkum meðfram 8. braut, hafa kvartað alvarlega undan átroðningi og skemmtun við bolta-
leit golffélaga og kylfusveina, skal félögum bent á að ekki er leyfilegt að fara inn á annars
manns land til þess að leita að bolta“.
Það hefur loðað við kylfinga að vera mótaglaðir og þá skiptir aldurinn ekki máli. Þegar
klúbbstarfið var komið í fastar skorður á nýja vellinum var farið að halda mót á sumrin af
miklum krafti. Ekki er að sjá að heimsstyrjöldin síðari og herseta bandamanna hafi haft nein
áhrif á mótagleðina. Árið 1942 vom haldin 16 mót á vellinum, það fyrsta 3. maí og það síð-
asta, bændaglíman, 4. október. Helsta nýjungin í klúbbstarfinu var 27. september er fyrsta
öldungamótið var haldið. Við bættist svo að fyrsta Landsmótið var haldið 16.-22. ágúst. Var
það haldið á vegum Golfsambands íslands, sem þá var nýstofnað.
Golfsamband íslands
Strax árið 1940 reifar formaður Golfklúbbs íslands, Gunnlaugur Einarsson, í Kylfmgi að
kominn sé tími til að stofna golfsamband á íslandi. Golfklúbbamir vom þá þrír, Golfklúbb-
ur Islands, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja. Taldi hann að klúbbarnir
ættu að ræða mál sín sameiginlega og hyggja að landsmóti í golfi. Ekki varð úr framkvæmd
fyrr en tveimur ámm síðar og má segja að forkunnarfagur silfurbikar hafi flýtt fyrir stofnun
sambandsins.
Þorvaldur Asgeirsson, sem varfor-
maður Golfklúbbs Reykjavíkur
1956-1958 og aftur 1963-1966, slœr
boltann á Landsmóti í Oskjuhlíðinni
1951, móti sem hann sigraði á.
Þorvaldur varð þrívegis lslands-
meistari, fyrst 1945, síðan 1950 og
1951.
KYLFINGUR 19