Kylfingur - 01.05.2004, Side 82
/ janúar 1956 er bókað í fundargerð að Ólafur Bjarki sé
„aðaldriffjöður klúbbsins."
Þá var Bjarki aðeins 22 ára gamall.
ánægja rfkti með uppsetningu reikninga frá hendi þeirra Jóhanns
Níelssonar og Ólafs Bjarka sem lagt hafa á sig mikinn tíma í því
sambandi.“
Fyrsti aðalfundur GR í golfskálanum í Grafarholti var haldinn
14. desember 1967 og markaði að því leyti tímamót. „Starfsemi
klúbbsins gekk vonum framar á árinu og létt er af klúbbnum
mestu fjárhagserfiðleikunum ... Vilhjálmur Árnason segir að
gangskör hafi verið gerð að því að semja um mörg lán í vanskil-
um - ijármál hafi færst í áttina til viðunandi horfs. Færði lána-
drottnum þakkir fyrir einstaka greiðvikni og velvild.“ Erlendur
Einarsson tók undir með ræðumanni, sagði fjármál „í miklu
betra horfi en á horfðist fyrir tæpu ári síðan“.
Aðeins liðlega 200félagar
En þrátt fyrir góðan vilja var klúbburinn illa í stakk búinn til
þess að takast á við uppbyggingu í Grafarholti. Vallargerð var
kostnaðarsöm og skálinn dýr. Félögum hafði fækkað. Aðeins lið-
lega 200 félagar stóðu undir uppbyggingu í Grafarholti og menn
kvörtuðu undan háum félagsgjöldum. Golf átti undir högg að
sækja gagnvart öðrum íþróttagreinum. íþróttin naut ekki sann-
mælis og gjaman haft á orði að golf væri íþrótt burgeisa og gæti
því séð um sig sjálf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafði
landsins fomi ijandi - hafísinn gert vart við sig. Það var kalt á Is-
landi og völlurinn kom seint undan vetri. Þetta vom erfið ár.
Golfklúbbur Reykjavíkur var með storminn í fangið og lítið
mátti útaf bregða.
Ymsar hugmyndir voru á lofti, meðal annars gjaldþrot. Slík
væri staðan. Þá var viðrað að stofna hlutafélag um golfskálann
sem var skuldsettur. Þetta var rætt meðal manna og á fundum
klúbbsins. En forystumenn GR lögðu ekki árar í bát. Þeir þrauk-
uðu. Athygli vert er að kvennadeild var stofnuð árið 1969. Félög-
um var tekið að fjölga. A aðalfundi lét Ólafur Bjarki af for-
mennsku en vann áfram margvísleg trúnaðarstörf. Vilhjálmur
Ámason þakkaði honum „stórkostlega mikið og gott starf ‘ á að-
alfundi.
Hamhleypa til verka
Þetta var í nóvember 1969. Svan Friðgeirsson var kjörinn for-
maður GR. Það reyndist klúbbnum mikið gæfuspor. Svan reynd-
ist hamhleypa til verka, fékk til liðs við sig fjölda hæfra manna
til þess að leggjast á árar. Svan varð formaður vallamefndar þeg-
ar á fyrsta ári sínu sem formaður GR. Með honum blésu ferskir
vindar. Flann var maður framkvæmda, húsasmíðameistari sem
kunni til verka enda um langt skeið stýrt verklegum framkvæmd-
um BP á íslandi. Sjálfboðaliðar lögðu hart að sér við vinnu í
skálanum, völlurinn tók stórstígum breytingum. Átak var gert til
þess að ijölga félögum og á aðalfundi 1970 kemur fram að félag-
ar væm orðnir 429.
Og golfíþróttin nam ný lönd. Golf var fyrsta íþróttagreinin sem
leikin var utan gufuhvolfs jarðar. Á tunglinu það herrans ár 1970.
GR sendi heillaóskaskeyti vestur um haf:
Mr. Alan Shephard, astronaut,
Houston, Texas.
Our heartiest congratulations
Once a golfer, always a golfer.
Reykjavik Golfclub, lceland.
Erfið fjárhagsstaða tók mikinn tíma og orku, en á fyrsta ári
Svans tókst að lækka skuldir um 800 þúsund krónur. Óttar
Yngvason sagði á aðalfundi 1971, að loksins væri skuldasöfnun-
arstefnan fyrir bí! Lækkun skulda væri stór áfangi í sögu klúbbs-
ins. Fram kom að sjálfboðaliðar unnu mikið starf á vellinum:
Sjálfboðaliðar sáu um 1, 7,14 brautir.
Teigar byggðir á 14.
12,13 og 15. teigar þaktir á starfsárinu.
Unglingavinna tók mikið grjót á 10,12,13.
Unnið að framræslu og moldarrennsli stöðvað á 6 braut.
BP trukkar víða um völl og landnám á Korpálfs-
stöðum
Það vakti athygli kylfinga, að starfsmenn BP mátti sjá víða um
völlinn - kvölds, morgna og um helgar - öflugir trukkar félags-
ins ösluðu brautimar, margvísleg tæki til framkvæmda, ekki síst
að keyra grjót úr vellinum. Og þegar þurfti að taka hamar í hönd
vom BP-menn ekki langt undan. Trésmiðurinn Kalli Jóh. var
laginn með sög og hamar í klúbbhúsinu, ásamt fleiri góðum
mönnum. Auðvitað komu margir fleiri að starfinu, en fiskisagan
um stuðning BP við GR flaug um borgina. Svan Friðgeirsson
stjómar GR eins og herforingi, sagði sagan. Starfsmenn BP tóku
að sér þá erfiðu braut, 14. og gijótið sem kom upp virtist óþrjót-
andi. Ár eftir ár var gijót týnt úr brautinni og fleiri brautum.
Getraunir á bensínstöðvum BP
Getraunaseðlar vom seldir á bensínstöðvum BP og víðar. Frið-
rik Kárason hafði tekið að sér að stýra þeim og tvöfaldaði tekj-
umar á skömmum tíma, en hann átti einnig sæti í kappleikja-
nefnd. Á aðalfundi 1972 var sérstaklega lýst ánægju með öflugt
getraunastarf. Olíufélögin juku stuðning sinn við GR á þessum
ámm og kveðst Svan hafa rætt við alla forstjórana sem tóku vel
í það.
«0 KYLFINGUR