Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 23
Keppendur í undirbúningskeppni
fyrir Hvítasunnubikarinn, 1958,
tilbúnir til leiks. Annarfrá hœgri er
fimmfaldur Islandsmeistari, Magnús
Guðmundsson, GA, sem var sérstak-
ur gestur i mótinu. Við hlið hans er
Sigurjón Hallbjömsson, sem sigraði í
undirbúningskeppninni og einnig í
holukeppninni sem kom í kjölfarið.
Golfvöllurinn í Öskjuhlíðinni hafði í upphafi verið þröngur og ekki beint heppilegur til
leiks þó að hann væri mikil framför frá vellinum í Laugamesinu. Árið 1946 voru gerðar
endurbætur á honum, hann endurskipulagður, holur færðar til og niðurröðun brauta breytt,
nýir teigar hlaðnir og gerðar nokkrar sandglompur.
Golfklúbbur Reykjavíkur
Eftir að Golfsamband íslands var stofnað vai' fljótlega farið að hefja máls á því að breyta
nafni Golfklúbbs íslands í Golfklúbbur Reykjavíkur. Skoðanir voru skiptar og ekki náðist
samkomulag. Þær raddir sem vildu nafnbreytingu urðu háværari með ámnum. Á aðalfundi
31. janúar 1947 kom í ljós að nafnbreytingin átti miklu fylgi að fagna. En þai' sem þurfti laga-
breytingu og engin tillaga um breytt nafn lá fyrir fundinum var boðað til aukaaðalfundar. Sá
fundur var haldinn 14. apríl og var nafnbreytingin samþykkt einróma.
Golfklúbbur Reykjavíkur hélt áfram að vera ein merkilegasta stofnun í Reykjavík. Og ekki
sakaði að forseti lýðveldisins, Sveinn Bjömsson, var heiðursfélagi og lét sig málefni klúbbs-
ins miklu skipta. Fimmtán ára afmælis klúbbsins var minnst í dagblöðum og Halldór Han-
sen læknir hélt erindi um klúbbinn í Rfidsútvarpinu. Ólafur A. Gíslason, stórkaupmaður
hafði þá tekið við formannsembættinu af Hallgrími Fr. Hallgrímssyni forstjóra.
Fjölgun félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur var ekki mikil en jöfn á þessum ámm og 1950
vom félagar orðnir 229. Eitt af því sem alltaf sat í fyrirrúmi í starfi klúbbsins var að útvega
kennara á hverju sumn og stundum yfir vetrarmánuðina. Yfirleitt vom kennaramir Bretar.
Var þetta mjög kostnaðarsamt og eins og segir í fundargerð: „...rekið með æmu fjárhagslegu
tapi“.
Þegar fór að líða á sjötta áratuginn var orðið ljóst að Golfklúbbur Reykjavflcur myndi ekki
halda golfvelli sínum í Öskjuhlíðinni. Byggð var farin að þrengja að vellinum og bæjarstjóm
gerði það deginum ljósara að Golfklúbbur Reykjavíkur yrði að fara að huga að nýju land-
námi. Þótt 18 ár væm eftir af samningi GR við Reykjavík um afnot af Öskjuhlíðarlandinu
var farið að huga að makaskiptum, Reykjavík fengi Öskjuhlíðarlandið og GR 40 hektara
land í Grafarholti. Stjóm Golfklúbbsins var ekki fráhverf því að flytja. Hafði um skeið hug-
að að nýju landnámi þar sem rýmra væri um íþróttina. Og sem fyrr var stjóm klúbbsins stór-
huga og nú kom ekkert annað til greina en að gera 18 holu golfvöll.
Á aðalfundi GR, 25. janúar 1957, var kosin þriggja manna nefnd til að semja við borgar-
yfirvöld um afnot og framkvæmdir í Grafarholti. í nefndinni vom Hallgrímur Fr. Hallgríms-
son, Helgi H. Eiríksson og Magnús Víglundsson. Með nefndinni starfaði einnig fonnaður
GR, Þorvaldur Ásgeirsson. Þegar þessi nefnd varð til var bæjarstjóm Reykjavíkur búin að
KYLFINGUR 21