Kylfingur - 01.05.2004, Side 57
Ragnheiður Guðmundsdóttir, lœlmir og Gestur Jónsson, formaður GR, á aðalfimdi GR, þegar Ragnheiður var kjörin heiðursfélagi í GR.
Ragnheiður vann ómetanlegt staiffyrir Golfklúbb Reykjavíkur á þeim árum þegar klúbburinn var aðflytja í Grafarholtið. Tvisvar þurfti hún að
ganga á fimd borgaryfirvalda ogfá það land sem klúbbnum hafði verið úthlutað undir golfvöll stœkkað. Hún tók við semformaður klúbbsins á
aukaaðalfimdi 12.júní 1958 og gegndi formennsku út það ár.
mögulegt sumsstaðar að halda sér við
mörk þeirra 65 hektara sem fengust út-
hlutað, ef takast ætti að koma girðingu
umhverfis völlinn.
Það vantaði að minnsta kosti 4,5 hekt-
ara til viðbótar. Enn fór Ragnheiður á
fund borgarstjóra og fékk heimild til að
stækka landið til að geta girt það af og var
leyfið dagsett 26. ágúst 1958. Þar kom
fram að land GR í Grafarholti var orðið
69,5 hektarar.
Allt átti að vera klappað og klárt
„Þegar ég tók við sem formaður gerði
ég mér ekki grein fyrir því, hve mikil
vinna átti eftir að fylgja því að fá aukið
land undir völlinn. Ég hafði verið full-
vissuð urn áður en ég tók við, að frá öll-
um samningum við borgina væri endan-
lega gengið og þai' væri allt klappað og
klárt og nýja landið biði tilbúið eftir að
lögð væri hönd á plóginn í bókstaflegum
skilningi. Stjómin hafði enda gert samn-
ing við Jarðræktarfélag Reykjavíkur um
að brjóta landið og við Skógrækt ríkisins
um að girða völlinn og girðingarefnið var
þegar fengið.
Vildifá kosningu um embœtti
formanns
Ragnheiður segir að það hafi borið
nokkuð óvænt að þegar hún vai'ð formað-
ur GR. „Einn stjómarmanna hringdi í mig
í maí 1958 og sagði að þar sem ég væri
varaformaður yrði ég að taka við for-
mennsku vegna þess að formaðurinn,
Þorvaldur Asgeirsson, hafði sagt af sér og
væri hættur vegna ágreinings við kapp-
leikjanefnd. Ég sagðist taka að mér for-
mennsku með aðeins einu skilyrði, að ég
yrði kosin í embættið en ekki sett í það. Á
auka aðalfundi 12. júní 1958 var ég ein-
róma kjörin formaður klúbbsins - fyrst
kvenna til þess að gegna því embætti á Is-
landi. Algerlega óvænt og óviðbúin tók ég
við formennsku meira af skyldurækni við
mitt gamla félag heldur en löngun til að
hljóta þessa vegtyllu.“
Heimavön hjá borgarstjóra
„Ég tók við formennsku í GR með 40
hektara lands, en skilaði af mér klúbbnum
með 69,5 hektara lands,“ sagði Ragnheið-
ur og ekki laust við að stolt sé í röddinni.
Þá beitti hún sér fyrir því að fá heitt vatn
á svæðið í Grafarholti og náði því í gegn
eftir nokkur samtöl við borgarstjóra, enda
orðin heimavön þar á bæ eftir það sem á
undan var gengið.
Hún segir að golfið hafi veitt sér af-
skaplega mikla ánægju í gegnum tíðina.
„Ég er þannig gerð að ég vil hafa fast land
undir fótum. Ég hef ánægju af útivist og
þess vegna átti golfíþróttin svona vel við
mig. Að frnna ilminn af nýslegnu grasi á
golfvelli er upplifun út af fyrir sig. Ég tel
mig lánsama að hafa kynnst golfíþróttinni
og fengið tækifæri til að starfa með góðu
fólki að uppbyggingu GR.“ Vajo
KYLFINGUR 55