Kylfingur - 01.05.2004, Side 122
GR meistarar þriðja árið
í röð í sveitakeppni karla
Sveitakeppni karla var að þessu sinni haldin á Leirunni hjá
Goltklúbbi Suðurnesja upp úr miðjum ágúst. Eins og venju-
lega sendum við vaska sveit okkar bestu kylfinga, þeir höfðu
svokallaðan roktitil að verja frá því að GR var dæmdur sig-
ur í Vestmannaeyjum árið á undan vegna veðurs, þannig að
hugur var í sveitinni að standa sig sem allra best.
Nokkrar breytingar voru á sveitinni frá árinu á undan, Siggi Pé
og Þorsteinn Hallgnms, komnir á eftirlaun - menn á besta aldri
- og yngri menn að taka við, og svo miðaldra kylfmgar að koma
aftur í ljós (Sigurjón Amars). Sveitin lenti í riðli með Golfklúbbi
Akureyrar, Vestmannaeyja og Leyni Akranesi. Nokkuð ömgg-
lega sigldum við í undanúrslit, unnum GA 4/1, GV einnig 4/1 og
Leyni 5/0. Allir voru látnir spila og nokkrar tilraunir gerðar
varðandi uppstillingu í fjórmenning því alltaf er stefnt að því að
hafa nýliða með, láta þá spila og afla sér leikreynslu. Kemur það
klúbbnum vel þegar eldri kylfingar heltast úr lestinni seinna
meir.
í undanúrslitum var leikið á móti harðsnúinni sveit þeirra
Kópavogs- og Garðbæinga, með þar fremstan í flokki nýkrýnd-
an Islandsmeistara Birgi Leif Hafþórsson. Okkar menn mörðu
sigur 3/2 og var þá ljóst að framundan var erfiður úrslitaleikur
við heimamenn daginn eftir.
Sunnudagurinn fagnaði okkur með smá gjólu og rigningu á
köflum, veðrið fór þó skánandi eftir því sem leið á daginn, fljót-
lega kom í ljós að framundan var mjög erifiður leikur. Okkar
menn í fjórmenningi Bjöm Þór og Birgir Már náðu ekki alveg
saman og fljótlega vom þeir undir í sínum leik, náðu sér aldrei á
flug, töpuðu 2/1.
Næsti leikur var á milli Helga Birkis og Siguijóns Amarsson-
ar. Eitthvað hafði farið á milli þeirra því okkar maður var í
þannig stuði að jafnvel Tiger hefði ekki átt smugu á móti honum,
pakkaði hann Helga saman 5/4, staðan 1-1 eftir 2 leiki.
Kom þá að viðureign þeirra snillinga, Amar Ævars og Harald-
ar Heimissonar. Var nokkuð jafnt á með þeim framan af leik en
þegar fór að halla á seig þá heimamaðurinn fram úr, vann sann-
gjaman sigur 4/3. Skutu gámngar fram þeirri kenningu að Halli
hefði meira horft á ákveðna persónu í hópi áhorfenda enn á kúl-
una, ekki skal farið með það lengra, staðan 2-1 heimamönnum í
hag.
Næst síðasti leikurinn var á milli Kristins Ámasonar og Guð-
mundar Rúnars, fljótlega kom í ljós að okkar maður hafði alltaf
yfirhendina, vann frekar léttan sigur 5/4, sýndi góða takta og allt
annað að sjá til hans frá því deginum á undan, stóð fyllilega undir
væntingum liðstjóra, allt í jámum 2-2.
Nokkuð hafði komið að áhorfendum, bar þó aðallega á dygg-
um stuðningsmönnum okkar GR-inga. Ekki veitti af þegar síð-
asti leikurinn fór fram. Sú viðureign var á milli Péturs Oskars
Sigurðssonar og Helga Dan. Skiptust þeir á að leiða. Staðan eftir
120 KYLFINGUR