Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 45
Fögurfjallasýn blasir við þegar staðið er á þriðja teig á Korpúlfsstaðavell. Hornið á Esjunni er lengst til vinstri á myndinni, síðan kom Móskarðs-
hnjúkar. Fjœrst er Kistufell. Fyrir miðri mynd er Mosfell og þarfyrir aftan er Skálafell. Séfarið út fyrir myndina sést Esjan í öllu sínu veldi og
sé litið til hægri séstfyrst Helgafell, síðan Grímarsfell, Reykjafell og Ulfarsfell.
gangur er frá 18. flöt yfir í klúbbhús. Ein stærsta breytingin á vellinum hefur falist í að
stytta þessa göngu með því að koma nýrri par 3 braut fyrir, sem orðin er 18. braut og
hún styttir leiðina töluvert í klúbbhúsið.
Hvað varðar stækkun Korpúlfsstaðavallarins í 27 holur eins og alla félaga dreymir um
þá er þegar þetta er skrifað allt óljóst í þeim efnum. Miðað við hversu stjómendur GR
í gegnum tíðina hafa reynst ráðagóðir þegar kemur að vallarmálum þá kæmi það eng-
um á óvart að í nánustu framtíð myndi draumurinn um stækkun á Korpúlfstaðavelli ræt-
ast og Korpúlfstaðalandið verði það golfsvæði sem hefur mest aðdráttarafl langt út fyr-
ir höfuðborgarsvæðið.
Hvað sem líður framtíðaráfomium þá er vallarkostur Golfklúbbs
Reykjavíkur góður á 70 ára afmælisárinu. Tveir glæsilegir 18 holu vell-
ir og einn 9 holu æfinga- og byijendavöllur. Þá er glæsilegasta æfinga-
svæði landsins risið í Grafarholtinu. Þetta er örugglega meira en hinir
vígreifu stofnendur GR sáu fyrir sér og vom þeir þó bjartsýnir og hug-
aðir í öllum sínum aðgerðum. Við skulum láta „föður golfsins“ á
Islandi, Gunnlaug Einarsson lækni, fyrsta formann Golfklúbbs Reykja-
víkur hafa síðasta orðið. Þessi orð mælti hann við vígslu golfvallarins í
Laugardal, 12. maí 1935: „Ég held nú að öllum megi ljóst vera, hvert
erindi golf á til okkar, sem flestir sitjum inni allan daginn eins og belja
á bás og öndum að okkur bæjarrykinu þegar við skjótumst í bíl milli
húsa. Golf gefur okkur holla hreyfingu og loft í lungun í skemmtilegu
umhverfi, við spennandi leik sem samstillir vöðva, taugar og verður
okkur ómetanleg og heillandi heilsubót og lífs-elexír og því meir, sem við iðkum það
meira.“
-HK
Aðstaða til að œfa inni er orðin mjög
góð á Korpúlfsstöðum, hvort sem er
að slá í net eða pútta, en vinsœl pútt-
mót eru haldin þar að vetri til.
KYLFINGUli 43