Kylfingur - 01.05.2004, Side 22
Framhald málsins varð síðan á opnunarmóti Golfklúbbs íslands árið 1942, sem haldið var
10. maí. í mótslok þegar keppendur og gestir sátu yfir borðhaldi, kvaddi Helgi H. Eiríksson
sér hljóðs og sýndi fagran silfurbikar, sem hann kynnti sem farandbikar og kvað þrjá kylf-
inga hafa ákveðið að keppt skyldi um hann á móti sem átti að heita Meistarabikar Islands í
golfi. Kynnti hann reglugerð fyrir slíka keppni. Gefendur voru Helgi H. Eiríksson, Sigmund-
ur Halldórsson og Jón Einarsson, sem var félagi í Golfklúbbi Akureyrar.
í framhaldi urðu umræður um það hver ætti að sjá um framkvæmd mótsins og þótti mönn-
um tímabært að hvetja til stofnunar Golfsamband íslands. Fór fonnaðurinn, Gunnlaugur
Einarsson, fyrir nefnd sem átti að undirbúa stofnun sambandsins. Það vildi svo til að formað-
ur Golfklúbbs Akureyrar, Gunnar Schram, og Páll Jónsson frá Golfklúbbi Vestmannaeyja
voru í Reykjavík og voru þeir fengnir í samstarf með nefndinni til að semja frumvarp til laga
fyrir Golfsamband íslands. Var síðan boðað til fyrsta golfþings á íslandi í golfskálanum í
Reykjavík, föstudaginn 14. ágúst.
Á þessu fyrsta golfþingi var ekki mikið gert, fyrir utan að ræða lög og reglur sambands-
ins, en að ræða landsmótið sem boðað hafði verið til 16. ágúst á golfvellinum í Öskjuhlíð-
inni. Forseti Golfsambands íslands var kosinn Helgi H. Eiríksson. Landsmótið var með út-
sláttarfyrirkomulagi og mættu 22 kylfingar til leiks í forkeppnina, 16 komust áfram. Leikar
fóru svo að Gísli Ólafsson varð fyrsti íslandsmeistarinn í golfi. Sigraði hann Jakob Hafstein
í úrslitum. Þeir voru báðir í Golfklúbbi íslands. Gísli sigraði einnig næstu tvö árin.
Fjölgun hafði orðið nokkur í Golfklúbbi íslands og í árslok 1943 voru félagar orðnir 132.
Formaður Golfklúbbs íslands frá upphafi hafði verið Gunnlaugur Einarsson læknir, annar
tveggja aðalstofnenda. Það var mikill missir fyrir klúbbinn þegar hann lést á tíunda afmæl-
isári klúbbsins árið 1944. Var hann aðeins 52 ára gamall þegar hann lést. Við formannsemb-
ættinu tók Hallgrímur Fr. Hallgrímsson.
Mynd þessi er líklega tekin seint á
sjötta áratugnum og sýnir nokkra
þekkta GR-inga gera sig klára.
A myndinni má þekkja Gunnar
Þorleifsson, Jóhann Eyjólfsson og
OlafAgúst Olafsson.
X\ i'g ' • 1
* v* :f% ■