Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 20
20 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR Ég gengst alveg við því að vera með stórt egó og er svo sann- arlega ekki einn um það í Vesturporti. Við höfum oft lent í rifrild- um. Við erum að vinna listrænt starf og það á ekki að vera nein logn- molla. Þ að var í sýningu Herra- nætur MR 1993 á Drekan- um eftir Jewgeny Schwartz sem Ólafur Darri steig sín fyrstu skref á leiksviði, í það minnsta opinberlega. „Drekinn var í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar og var sýndur í Tjarnar- bíói og það var fyrsta alvöruhlutverk- ið mitt. Skemmtileg sýning og mikið af fólki í hópnum sem hefur verið manni samferða síðan. Þar byrjaði leiklistar- bakterían aðeins að grafa um sig, en ég ætlaði samt ekkert að verða leikari.“ Í sýningu Herranætur árið 1994 lék Ólafur Darri svo sjálfan Sweeney Todd undir leikstjórn Óskars Jónassonar og áhorfendur og gagnrýnendur voru á einu máli um að stjarna væri fædd. Var það þá sem hann ákvað að leggja leik- listina fyrir sig? „Sweeney Todd var ein af þessum skólasýningum sem slá í gegn, var sýnd tíu eða tólf sinnum minn- ir mig. Hrikalega skemmtileg sýning og góður hópur. En ég ákvað nú eiginlega aldrei að leggja leiklistina fyrir mig og barðist reyndar á móti því að fara í leiklistarnám. Mér gekk aldrei neitt sér- staklega vel í skóla, er of mikill sveim- hugi til að einbeita mér að námi, svo mér stóð dálítil ógn af Leiklistarskól- anum. Ég lét tilleiðast vegna þrýstings vina minna að fara í inntökupróf, á sama tíma og ég var í stúdentsprófunum, og var skíthræddur um að ég myndi hvorki ná stúdentsprófi né komast inn í Leik- listarskólann. Þetta blessaðist samt allt saman, ég komst inn og smátt og smátt fór þetta að höfða meira til mín. Í dag er ég mjög feginn að vinir mínir skyldu pressa svona á mig með leiklistina því ég sé mig ekki fyrir mér í neinu öðru. Ég held ég verði að vera að vinna að ein- hverju skapandi, ég myndi bilast ef ég þyrfti að vinna „venjulega vinnu“ eins og til dæmis vinnu alþingismanna.“ Perlur, svín og leiklistarelítan Strax á þriðja ári í Leiklistarskólan- um bauð Óskar Jónasson Ólafi Darra hlutverk í kvikmyndinni Perlur og svín og ferillinn var hafinn. „Ég hef verið svo heppinn í gegnum tíðina að hafa mikið af góðu fólki í kringum mig sem hefur stutt við bakið á mér. Þegar ég fékk þetta tilboð frá Óskari var ég enn í skólanum og það hefði verið auð- velt fyrir skólayfirvöld að banna mér að leika í myndinni. En ég fékk leyf- ið, jafnvel þótt upptökur færu fram á skólatíma, og ég man hvað ég varð ótrúlega glaður þegar ég fékk hand- ritið í hendurnar, fór heim með það og settist við að lesa. Ég vissi hverjir áttu að leika í myndinni og var alveg í sæluvímu vitandi það að ég átti að fara að leika á móti uppáhaldsleikurunum mínum: Ingvari Sigurðssyni, Þresti Leó, Ólafíu Hrönn, Jóhanni Sig, Stein- unni Ólínu, Eddu Björgvins, þetta var elítan í íslenskri leiklist að mínu áliti. Þetta var bara stórkostlegt. Það hefur alltaf verið einhver heillastjarna yfir mér.“ Er þetta ekki óþarfa hógværð? Hafa eigin hæfileikar ekki haft sitt að segja? „Jú, jú, að sjálfsögðu. Ég reyni að vera mjög nákvæmur þegar kemur að vinn- unni minni. Ég vanda mig mjög mikið, reyni að vera fyrsti maður til að læra textann, vil vita nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég helli mér af fullum krafti út í hvert verkefni og tel mig hafa mjög góða tilfinningu fyrir þeim hlutum sem ég er að vinna hverju sinni. Það koma stundir þegar ég horfi á það sem ég hef gert og er bara mjög ánægður, en svo er auðvitað annað sem mér líkar ekki eins vel. Annað sem ágætt er að hafa á bak við eyrað þegar vel gengur er að vissir leikarar komast í tísku á vissum tímum og ég er svo heppinn að ég hef fengið að vera í tísku undanfarið.“ Ég hef fengið að vera í tísku Ólafur Darri Ólafsson leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Roklandi, aðalhlutverkið í kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpinu, sem frumsýnd verður í haust, leikur í þremur sýningum í Þjóðleikhúsinu og er á leiðinni til Hollywood til að leika í nýjustu mynd Baltas- ars, Contraband. En hver er hann, hvaðan kom hann og hvert er hann að fara? Friðrika Benónýsdóttir freistaði þess að komast að því. FEGINN „Ég ákvað nú eiginlega aldrei að leggja leiklistina fyrir mig og barðist reyndar á móti því að fara í leiklistarnám,” segir Ólafur Darri Ólafsson. „Í dag er ég mjög feginn að vinir mínir skyldu pressa svona á mig með leiklistina því ég myndi bilast ef ég þyrfti að vinna „venjulega vinnu” eins og til dæmis vinnu alþingismanna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ertu ekkert hræddur um að fólk verði leitt á þér ef þú ert alls staðar? „Jú, jú, auðvitað er ég skíthræddur um það, en ég verð þá bara að taka því.“ Börn, Foreldrar og Marinó Ein ógleymanlegasta frammistaða í íslenskri kvikmyndasögu er túlk- un Ólafs Darra á Marinó í kvikmynd Ragnars Bragasonar, Börnum. Hvern- ig vann hann það hlutverk? „Börn var náttúrlega í fyrsta lagi „labour of love“, svo maður leyfi sér að sletta aðeins. Hún var unnin af algjörum vanefn- um fjárhagslega og varð bara til fyrir áhuga Ragnars leikstjóra og leikhóps- ins Vesturports. Ég hef aldrei unnið nokkurt verkefni eins og við unnum þá mynd. Við tókum okkur marga mán- uði í undirbúning og ég, eins og aðrir í þeirri mynd, byggði persónu mína á manneskju sem ég hef hitt á lífsleið- inni. En það erfiða við að leika geð- fatlaðan mann er að ég get aldrei sett mig almennilega inn í þennan heim og vonandi mun ég aldrei geta það. Það sem ég gerði var að fylgjast með fólki sem á við þennan sjúkdóm að stríða og kynna mér hann mjög vel. Svo reyndi maður bara að vera Marinó trúr og heiðarlegur. Saga Marinós fannst mér falleg, þá sérstaklega samband hans við ungan strák sem býr í blokkinni hans. Þeir félagarnir eru í vandræð- um með foreldra sína og miklir vinir en þó báðir afskaplega einmana. Strák- urinn var leikinn af litla bróður Nínu Daggar, Andra Snæ, sem stóð sig frá- bærlega. En svo fannst okkur Ragga mikilvægt að sýna líka hættulegu hlið- ina á Marinó og gerðum það með því að láta þann sem minnst má sín leggja þann sem mestur er. Ég er mjög stolt- ur af þessum tveimur myndum, Börn- um og Foreldrum, þær eru eiginlega einstakar í íslenskri kvikmyndasögu og gaman að hafa fengið að taka þátt í gerð þeirra. Vesturport og egó Vesturport, hvernig varð það til? „Mín aðkoma að Vesturporti kom til fyrst og fremst í gegnum samtöl við Gísla Örn og hin í hópnum. Upphafshvat- inn að stofnun leikhópsins var fyrst og fremst að breyta því sem okkur fannst vera staðnað í leikhúsinu. Þannig á það að vera hjá ungu fólki. Ég er viss um að fullt af því unga fólki sem er að útskrifast úr leiklist í dag horfir á það sem Vesturport er að gera og finnst það ömurlegt. Það er bara frábært. En þarna í upphafi hittumst við á óendan- lega mörgum fundum og hömruðum saman einhvers konar manifestó. Þetta var góður vettvangur til að viðra hug- myndir sínar og fá fólk í lið með sér til að koma sér í gang. Við lögðum ótrú- lega vinnu í þetta, leigðum okkur leik- hús og borguðum með okkur í um það bil eitt ár, þótt við ynnum sjálf allt sem þurfti að vinna í leikhúsinu. Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að rekstur leikhúss væri ekki markmið í sjálfu sér heldur snerist þetta fyrst og fremst um að reyna að gera leiklist. Við höfum gert hluti sem ég er mjög stoltur af en svo sem líka hluti sem mér finnst minna varið í. Þetta er svo ofboðslega mikið hæfileikafólk sem maður er að vinna með og það er ómet- anlegt. Smekkur okkar er misjafn eins og gengur og gerist og kannski sem betur fer, en það gerir samstarfið bara enn meira spennandi og gefandi.“ Ímynd Vesturports út á við er ímynd einlægni og samstöðu en hefur aldrei komið til átaka innan hópsins? „Þú getur nú rétt ímyndað þér. Ég gengst alveg við því að vera með stórt egó og er svo sannarlega ekki einn um það í Vestur- porti. Við höfum oft lent í rifrildum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.