Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2011, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 05.02.2011, Qupperneq 72
44 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR44 menning@frettabladid.is KJARVALSSTOFA Í PARÍS er stúdíóíbúð með vinnuaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir lista- menn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2011 verða þau 395 evrur á mánuði fyrir einstakling en 505 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undan- farin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn. Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tíma- bilið 1. ágúst 2011 til 31. júlí 2012. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um afnot af Kjarvalsstofu má finna á www.reykjavik.is/menningogferdamal. Umsóknir, með lýsingu á því verkefni sem umsækjandi hyggst vinna að, skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 101 Reykjavík. Ætlast er til að umsækjendur skili inn stuttri grein- argerð um afrakstur dvalarinnar. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 7. mars 2011. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu Þitt er valið www.lydheilsustod.is Stöldrum við og kynnum okkur innihaldið áður en við svölum þorstanum. Verndum tennurnar! Kynnið ykkur veggspjald Lýðheilsustöðvar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir. Ráðgert er að fimm binda yfirlitsrit um íslenska lista- sögu komi út með haustinu. Fjórtán höfundar taka þátt í ritun verksins, sem For- lagið gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands. Yfirlitsritið Íslensk listasaga, sem væntanlegt er í haust, spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar og verður um 1.500 síður í stóru broti. Fjög- urra ára vinna liggur að baki útgáfunni. Árið 2007 var Ólaf- ur Kvaran ráðinn ritstjóri verks- ins, skipuð var ritstjórn og gerð- ir samningar við fjórtán höfunda um ritun verksins. „Markmiðið var að gera vand- að yfirlitsverk um íslenska mynd- list fyrir íslenskan almenning,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, forleggjari hjá Forlaginu. Mikill metnaður hafi verið lagður í að gera ritið sem best úr garði, enda eigi það að verða veigamikill þátt- ur í íslenskri þjóðar- og menning- arsögu. Á síðum bókanna verða litljós- myndir af hundruð listaverka, auk þess sem mikill fróðleiksbrunnur um íslenska listasögu verður nú aðgengilegur á einum stað. „Ég get fullyrt kinnroðalaust að þetta er eitt mesta stórvirki sem ég hef tekið þátt í,“ segir Jóhann Páll. „Það er sennilega einsdæmi að jafn umfangsmikið verk komi út í heild sinni á sama tíma enda algengast að margra binda verk komi út með margra ára, jafnvel áratuga millibili. Ég vil því meina að Íslensk listasaga sé mikið menningarframlag, sem vert sé að gefa gaum á þessum erfiðu tímum.“ Spurður hvort ekki hafi komið til greina að setja verkefnið í salt í ljósi árferðisins segir Jóhann Páll að það hafi vissulega komið til greina. „Hrunið hefur auðvit- að valdið útgefendum sem öðrum ómældum erfiðleikum. En við létum slag standa. Eftir það hefur allt kapp verið lagt á að Íslensk listasaga verði að veruleika, bæði sem sígilt menningarrit en ekki síður sem vitnisburður um metn- að og þrautseigju íslenskra lista- manna og þeirra sem unna list- um.“ bergsteinn@frettabladid.is Vitnisburður um þraut- seigju íslenskra listamanna Að sögn Jóhanns Páls tekur hvert bindi verksins mið af skýrum kaflaskiptum í íslenskri listasögu. Fyrsta bindið fjallar um tímabilið frá seinni hluta 19. aldar fram til um 1930, tímabil brautryðjendanna þegar rómantísk náttúrutúlkun og symbólismi setja meginmark á íslenska myndlist. Annað bindi fjallar um tímabilið 1930 til 1945, þegar fram kom á sjónarsviðið ný kynslóð listamanna sem var handgengin róttækari viðhorfum úr evrópskri myndlist. Þriðja bindið spannar tímabilið 1945 til 1960 og fjallar um abstraktlistina. Um 1960 tók við tímabil nýsúrrealisma, popplistar og nýdadaisma, sem fjallað er um í fjórða bindi. Fimmta og síðasta bindið er hins vegar helgað tímabilinu 1980 og fram yfir aldamótin 2000, og þau tímamót sem urðu með tilkomu nýja málverksins, gjörningalistarinnar, myndbandalistarinnar og endurnýjun hugmyndalistarinnar. ÍSLENSK LISTASAGA JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Telur einsdæmi að jafn umfangsmikið verk og Íslensk listasaga komi út í einu lagi hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósar Þrjú verkefni hafa verið til- nefnd til Eyrarrósarinnar, árlegrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningar- verkefni á landsbyggðinni. Verkefnin sem eru tilnefnd í ár eru: 700IS Hreindýraland á Egilsstöðum, Sumartónleikar í Skálholti og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Tilkynnt verður um sigur- vegara á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi. Sigur- laun eru 1,5 milljónir króna, verðlaunagripur eftir Stein- unni Þórarinsdóttur og flug- ferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrar- rósarinnar. RAX Á SÚFISTANUM Sýning á verkum Ragnars Axelssonar á myndum úr Veiðimönnum norðursins opnar í dag á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Ragnar Axelsson, RAX, hefur undanfarin 30 ár fylgst með og skráð breytingar á lífsháttum á norðurheimsskautssvæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.