19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 28
Hún: Fólk þarf ekki að skrifta hvað fyrir öðru — ekki fór ég fram á að heyra fortíð hans. Ef hjónum kemur illa saman er hjónabandið varla gott. Hjón þekkti ég, þar sem dimmdi yfir konunni þegar hann kom inn, varla hefur það verið gott hjóna- band. Hún var kuldaleg við hann og talaði helst ekki við hann. Þau áttu barn saman og alla undraði, hvort þau hefðu talað saman þá eða aðgerðin verið þegjandi. Fólk tapar svo miklu á svona háttalagi — lífið verður svo leið- inlegt. Enginn er svo lítilfjörlegur að ekki sé þess virði að leggja rækt við hann. Það hjóna sem hefur meira til að bera hefur meiri skyldur við hitt. Við hjónin kom- um úr svipuðum jarðvegi og það tel ég mjög heppilegt. BjE Fyrst skotin — þá lognmolla síðan þroskaðra tímabil Það er alltof mikil spenna og umræða í sambandi við kynlíf, goðsögnina um hina fullkomnu, fallegu, kynóðu konu er í al- gleymingi núna, samt er hún aðeins til í hugarheimi karlmanna. Ég gifti mig vegna þess að ég var ástfangin af honum. Við vor- um farin að búa saman, giftingin sjálf var aukaatriði hjá okkur báðum en það var ákaft spurt af aðstandendum hvenær við ætl- uðum að gifta okkur, líklega vegna þess að ég átti von á barni. Sjálf hjónavígslan var skemmti- leg, við vorum bara tvö viðstödd, höfðum verið að skemmta okkur kvöldið áður og mættum alltof seint til leiks, það komust engar viðkvæmnislegar hugsanir að, en við vorum kát og glöð. Áður en ég gifti mig hafði ég góð laun og að ég held næg tækifæri, ég vann mikið erlendis og það urðu auð- vitað mikil viðbrigði að giftast, hafa allt í einu miklu minna fé milli handa og flytja upp í sveit. Það fór allt í heimilisstofninn og litla barnið sem var fætt. Ég held ég hafi ekki ímyndað mér neitt eða átt von á einhverri breytingu við það að ganga í hjónaband. Mér fannst liggja augljóst fyrir hvernig þetta væri, ég vildi giftast og stofna heimili og held það hafi verið gagnkvæmt. En ég átti ekki von á að ljóminn færi af fyrstu ástinni. Fyrstu árin eru erfið þegar maður er að læra að aðlaga 26 sig háttum hvors annars. Maður gerði sér ekki grein fyrir hjóna- bandsprósessinum eða fram- vindu þess. Fyrst er það skotið — svo kemur einhver lognmolla, maður heldur að allt hafi verið á misskilningi byggt, en svo tekur við þroskaðra tímabil, samheldni og væntumþykja og vináttan verður til. En þá verður maður líka var við aðrar tilfinningar, t.d. samviskubit og ósjálfstæði gagn- vart maka, svipað móður-dóttur- sambandinu í uppvextinum. Þetta er ekki lengur ást á rauðu ljósi, nú finnst mér það meira „ekta" og öruggara. Við erum vinir. Eg held að það sé útilokað að alhæfa hvað sé gott hjóna- band, þó má ekki vanta kærleika og gagnkvæman vott af virðingu. Hvað snertir kynlíf, þá er það stór þáttur. Það er mikilvægt í hjóna- bandinu. Sé það ekki fyrir hendi af einhverri ástæðu um tíma, þá verður óánægja. „Frústrasjón" er neikvæð, en það er alltof mikil spenna og umræða í sambandi við kynlíf, goðsögnina um hina fullkomnu, fallegu, kynóðu konu er í algleymingi núna, samt er hún aðeins til í hugarheimi karl- mannsins. Þessi kynlífs „spekúla- sjón" um hina fullkomnu rekkju- nauta hefur aldrei verið ýktari en í nútímanum. Fólk er hætt að treysta náttúrulegu atferli sínu, opin umræða um kynlíf er orðin of fjarstæðukennd og tískutengd, sbr. bókmenntir nútímans, met- sölubækur heimsins fjalla aðal- lega um ofurkvendi á kynlífssvið- inu. (wé* \\lbiim\ #/Z67&&té#S Við höfum aldrei gert áætlanir í hjónabandinu, hvorki um barnafjölda né fjárhagslegar. Sambandið breytist auðvitað þegar börnin koma, en alls ekki til hins verra. Þar sem eru börn held ég yfirleitt að konan sé tengdari og bundnari yfir þeim. Þannig að það getur ekki rikt algert jafnræði hvað þau snertir. Hann getur farið það sem hann þarf án þess að spyrja mig hvort ég geti litið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.