19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 15
BJ., „Frumskilyrði fyrir hjú- skap er ást, en það er víst býsna teygjanlegt hugtak. Bar öllum saman um, að ástin væri það, sem mestu máli skipti. En hvað er ást? voru þau spurð. „Gagnkvæmur skilningur, traust og umburðarlyndi“ — „Vænt- umþykja og hlýhugur“ — „Kyn- ferðislegt aðdráttarafl“ „Kannski líka eignarréttur og af- brýði?“ „Er einhver munur á sambúð og hjúskap?“ Flest töldu, að á þessu tvennu væri enginn munur í grundvall- aratriðum og skipti litlu máli, ef fólk hefði á annað borð ákveðið að stofna saman heimili, hvort þau hefðu lagalegt vottorð upp á það. „Gifting, það er bara busi- ness“, varð einni að orði, „hún er sem slík bara aukaatriði, það er m.a.s. dálitið fáránlegt fyrirbæri, finnst mér“. Sólveigu fannst þó vera aug- ljósir vankantar á óvígðri sambúð og benti á réttindaleysi varðandi erfðir og óskoraðan rétt móður yfir börnum sem og öryggisleysi, vegna sameiginlegra eigna, ef upp úr slitnaði. Emilía jánkaði þessu, „hjóna- band er fjárhagslega hagstætt fyrir konuna við skilnað og veitir auk þess börnum meira öryggi, en ég held ekki, að það breyti neinu, ef fólk elskar hvort annað og vill búa saman“. BÞ., „I mínum augum er gríð- arlegur munur. Það er að vísu hagstætt að gifta sig upp á að fá gjafir og skattaafslátt, en mér finnst hjónaband vera eins konar frelsisskerðing, eitthvað þving- andi, sem erfitt gæti reynst að koma sér út úr, ef maður sæi sig um hönd“. U., „Þegar fólk býr saman óvígt þá er það oft vegna þess, að það á eftir að gera upp hug sinn, er ekki nógu visst í sinni sök. Sambúð er minni skuldbinding, ekki síst fyrir barnlaust fólk, það getur bara farið hvort í sína átt- ina í hvelli, ef eitthvað bjátar á, en það leggur sig kannski meira fram í hjónabandi til að allt gangi. Þannig er hér líka um að ræða tilfinningalegan mun og þess vegna er mjög sniðugt að búa saman fyrir hjónaband“. „Teljið þið, að fólk eigi að búa saman til reynslu áður en gengið er í hjónaband?“ „Mér finnst það nauðsynlegt svo að fólk geti komist að því, hvort það er nógu þroskað til þess að stofna til hjúskapar. Það myndi áreiðanlega lækka tölu- vert skilnaðartölu okkar Islend- inga“. „Ef sambandið virðist ætla að ganga vel, getur maður alltaf orðið sér úti um pappír upp á það“. „Það kemur svo margt í ljós, þegar fólk fer að vera saman allan sólarhringinn“. „Það er ótrúlegt, að fólk skuli taka áhættuna að gifta sig án þess að hafa prófað að búa saman, það er sko allt annað en að vera bara saman spari, á kvöldin og um helgar“. Þetta voru nokkur af svörunum, sem reyndust öll vera á eina lund, utan hvað einum strákanna fannst það ekki endi- lega nauðsyn, ef sambandið hefði staðið lengi og verið náið. „Hvaða aldur er heppilegastur til að hefja sambúð eða hjú- skap?“ Þessu svöruðu piltarnir allir á þann veg, að rúmlega tvítugir teldu þeir sig nógu þroskaða og reynda til að hefja búskap, en Bjarni Þ. vildi þó bíða með að eignast börn, þar til bæði hefðu lokið sínu námi, — „þá fyrst væri ég tilbúinn að helga mig for- eldrahlutverkinu að fullu“. Svör stúlknanna voru nokkuð marglitari. „Ég býst við, að það verði jafnánægjulegt, hvaða ald- ur sem ég vel til þess“ sagði María. Sólveig og Birgit töldu, að það gæti orðið hvenær sem væri á bilinu 22 til 40 ára, bara þegar sá rétti væri fundinn, en Birgit bætti þó við: „auðvitað væri gott að hitta hann eins fljótt og hægt er, svo að við getum átt langt og gott líf saman“. Emilía og Þórunn voru ákveðnar að gifta sig ekki, fyrr en þær hefðu lokið námi, ferðast um, komið sér fyrir og eignast t.d. eigin bíl. „Það er nú erfitt að ákveða, hvenær mann langar til að stofna heimili og fara að eign- ast börn“ sagði Þórunn, „ætli 25—30 ára væri ekki ágætur ald- ur. Þá getur maður valdið þeirri miklu ábyrgð, sem það er að verða móðir“. Þær Unnur og Hildur voru á því, að liðlega tvítugar væru þær tilbúnar að ríða á vaðið. „Maður á endilega ekki að draga það of lengi að eignast börn t.d. fram yfir þrítugt, þá fá börnin svo gamla foreldra“ sagði Hildur „og þau verða svo ólík í hugsunar- hætti, þegar börnin stálpast“. I þessu samhengi kom það fram, að það væri töluverður þrýstingur á að krakkar væru á föstu þegar í menntaskóla, eink- um í hópi stúlkna. „Við vorum tvær ólofaðar í hópnum og allir voru í rusli út af því, og reyndu að finna einhverja gæja handa okk- ur“. „Ég bjó með strák, þegar ég var 15 ára og það er hreint ekkert sniðugt að binda sig alltof fljótt. Núna finnst mér ágætt að vera með strák og hitta hann svona einu sinni til tvisvar í viku. Þá er tími til að sinna líka vinum sínum og áhugamálum". „Hvers væntirðu af hjúskap?" kom næsta spurning og sú veiga- mesta. „Að eignast góða konu, sem þætti vænt um mig, börn og heimili“. „Hamingjunnar að búa með þeim manni, sem ég hef kos- ið að deila lífi mínu með, og geta veitt væntanlegum börnum okk- ar öruggt og gott heimili“. „Að hafa skemmtilegan förunaut um langan tlma, sem gaman væri að búa með og njóta gagnkvæmra þæginda af því. Við þyrftum helst að vera á svipaðri linu í hugsunarhætti“. „Gleði, ham- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.