19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 24
sjókvennskan væri einhæft og leiðigjarnt líf. Öll rómantíkin væri fundin upp af körlum. Það var kippt í línuna. Petrón- íus stökk til og byrjaði að toga í hana. Ödeskjær ræskti sig. — Það gengur betur svona, sagði hún og setti vinduna í gang. (Ódeskjœr innbyrðir sjóbít og segir Petróníusi að nú skuli hann sjá um þann næsta. Petróníus lítur óöruggur á Ödeskjœr, en reynir svo að gera eins og hann hafði séð hana gera. Honum mistekst hrapalega og spjótbíturinn sleppur.) Reyndar hafði Odeskjær vitað með vissu að svona færi. Það krafðist langrar þjálfunar að inn- byrða spjótbít. Öllum stelpum urðu á sams konar mistök í fyrstu ferð. En ödeskjær vildi sýna Petroníusi fram á, að þetta væri starfsgrein, sem hann gæti ekki lært. Hún var sannfærð um, að strákar væru alltof klunnalegir í hreyfingum. Betra væri að láta hann reka sig á, en að reyna að fá hann ofan af þessu með fortölum. Veiðar væru og yrðu kvennafag að hennar áliti . . . Um kvöldið átti að vera veisla. Petróníus var fullur eftirvænt- ingar. Hann klæddi sig í fína, rauða pilsið, sem hann hafði tekið með sér og við það hafði hann gula, þrönga silkiblússu með stuttum púffermum. Hann vakti óskipta athygli þegar hann gekk í salinn. Hann var sannar- lega augnayndi innan um allar svart- og gráklæddu konurnar. Enda hafði undirbúningur þeirra fyrir veisluna takmarkast af vatni og sápu. Nú var eins og þeim liði hálf- illa, þeim fannst þær dálítið grófar og ófínar og reyndu að leyna því með því að draga út stólinn fyrir Petróníus, bjóða honum drykk, spyrja um upp- áhaldslagið hans, kveikja fyrir hann í smávindli, sækja ösku- bakka, spyrja hvernig honum 22 líkaði á sjónum og slá honum gullhamra. Aldrei fyrr hafði Petróníus notið svo mikillar athygli. Um stund leið honum eins og heims- ins fegursta manni. — Fæ ég fyrsta dansinn? spurði ein af köfurunum. Hún hafði orðið fyrst til að snupra Petrón- ius, þegar honum mistókst að innbyrða veiðina. Hún hét Liv. — Nei, heyrðu nú, ég verð fyrst, sagði Mona, hásæta. — Nei ég — ég spurði fyrst, sagði Gro. — Ha, ha, ég álít mig eiga réttinn, rumdi Lis Ödeskjær, leiddi Petróníus með glæsibrag út á gólfið og sveiflaði honum í dill- andi sjókvennavals. Hinar slógu hring um þau og klöppuðu takt- inn. Sjókonan stýrir í beljandi brimi bátnum i höfn. Tra-la-la-la. Fjörið náði hámarki, þau skál- uðu, spiluðu hverja plötuna á fætur annarri og Petróníus þyrl- aðist frá faðmi til faðms. Skyndilega hljómaði bjallan og kokkan arkaði inn með stór föt full af spjótbítakássu. Konurnar, lystugar eftir erfiði dagsins, skófl- uðu í sig kræsingunum á svip- stundu. Petróníus var furðu lost- inn yfir græðgi þeirra. Hann lét sér nægja lítinn skammt. — Borðaðu meira, ljúfur, þú ert alltof mjór, sagði ein hásætan, en Ödeskjær áminnti konur um kurteisi við borðið. Veislan hélt áfram. Vínið flaut og dansinn dunaði. Brátt fór að svífa á konurnar og þær hófu að segja sögur. — Já, ég þekkti einu sinni karlmann, sem stóð aldrei, sagði Liv. Hvernig sem hann reigði sig og remdi, hékk hann eins og dauð síld. Svo var það einn daginn . . . — Heyrðu, það eru herrar við- staddir. Allar litu á Petróníus. Hann stokkroðnaði. — Hann hefur gott af að heyra þetta. Við skulum ekki reyna að sýnast betri en við erum. — Skál! — Svo var það einn dag, að við fengum heljarstóran hund í heimsókn, sem urraði og gelti. Og vitiði hvað. Vips, skyndilega spratt hann eins og fjöður, beint út. Kvenfólkið hló. — Eftir það tók ég alltaf með mér hund, þegar ég heimsótti hann, lauk Liv sögunni milli hlát- urrokanna. — Það var annað, en sá, sem ég þekkti einu sinni. Honum stóð minnst þrjátíu sinnum á dag. Hann var hreinlega kynóður. Að siðustu fékk ég leið á því. Ég gerði ekki annað en að nudda hann á hálftíma fresti og hver nennir því, þegar til lengdar lætur. Loks hellti ég úr fullri fötu af köldu vatni í klofið á honum. Hann hékk eins og skotinn. Ég gleymi því aldrei hvað ég hló rosalega. Hún byrjaði að hlæja eins og hún hafði hlegið þá og hinar hlógu með. Petróníus leit á Gro. Hún hló eins og hinar. Andlit kvennanna gljáðu af svita. Þær urðu örar og heitar af talinu. Ein þeirra færði sig sífellt nær Petróníusi. Fyrst reyndi hann að færast undan, en hún elti. Hún strauk handarbakinu um vanga hans. — Nei sko, enginn hýjungur kominn enn, sagði hún. — Fingurna úr fatinu, rumdi önnur og sló á öxl hennar. Svo hlógu þær aftur. Ein vildi fá Petróníus út á dansgólfið. Gro þaut til og þreif hann í faðm sér. Þau dönsuðu. Hann þorði ekki að líta á hana, en sælan streymdi um hann við að finna ylinn frá líkama hennar. Nú klöppuðu þær ekki taktinn. Þær störðu þegjandi á þá heppnu og supu á glösunum af og til. Og þegar laginu lauk, stukku nokkr- ar á fætur til að ná næsta dansi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.