19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 61
Félagsstarfið Úr skýrslu formanns KRFÍ á aðalfundi 9. mars 1978. Félagsmenn i Kvenréttindafélaginu eru nú skv. spjaldskrá 330 einstaklingar, en aðildarfélög eru 12 í Reykjavík og 35 utan Reykjavikur. Á starfsárinu voru haldnir 4 félags- fundir, auk fundar með jafnréttis- nefndum aðildarfélaganna í Reykjavik og nágrenni vegna merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Stjórn KRFf tók upp það nýmæli að halda stjórnarfundi hálfsmánaðarlega og hafa alls verið haldnir 15 stjórnarfundir á árinu. Á félagsfundi í apríl 1977 var rætt um jafnrétti innan fjölskyldu og á vinnu- markaði. Frummælendur voru Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Gestur Ólafsson, Guðrún Gisladóttir og Guðrún Sigriður Vilhjálmsdóttir. Félagsfundur var haldinn 13. okt. 1977 og þar sagði Guðrún Erlendsdóttir frá samstarfi jafnréttisráða á vegum Norðurlandaráðs og Bergþóra Sig- mundsdóttir talaði um starf Jafnréttis- ráðs hér á landi. Formaður Kvenréttindafélags Noregs, Kari Skjönsberg, kom hingað til lands s.l. haust í boði Norræna hússins. Flutti hún þar tvo fyrirlestra, en auk þess kom hún á fund hjá KRFÍ hinn 1. nóvember og ræddi um Kvinnesak — strategi for videre arbeid. Hinn 15. febrúar s.l. var á félagsfundi fjallað um tvö frumvörp, sem lágu fyrir Alþingi: frumv. til barnalaga og frumv. til ættleiðingalaga. Frummælandi var Ármann Snævarr. Fyrirhugað var að halda á starfsárinu ráðstefnu um verkmenntun og jafnrétti, en henni var frestað til 8. apríl 1978. Verður væntanlega sagt frá henni i næsta ársriti, en ráðstefnan var fjölsótt og tókst í alla staði mjög vel. Á s.l. hausti voru settir á fót starfs- hópar til að sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið. Einn hópurinn endurskoð- aði spjaldskrá félagsins og endurbætti upplýsingaforða um félagsmenn. Var spjaldskráin borin saman við [jjóðskrá, færð inn nafnnúmer, fæðingardagar og ár og heimilisföng leiðrétt. Prentuð voru ný spjaldskrárspjöld og verður nú á næstunni lokið við að færa inn á þau og taka í notkun. Annar starfshópur vann að þvi að gera húsnæði félagsins hreint og var þar allt tekið í gegn hátt og lágt. Stjórn KRFl ákvað að stofna fjár- öflunarhóp til þess að gera tillögur um og undirbúa fjáröflun fyrir félagið, en fjár- hagur þess hefur verið mjög bágborinn. Var ákveðið að gefa Menningar- og minningarsjóði kvenna og „19. júní“ kost á að taka þátt í þessu verkefni. 1 þessum starfshópi voru Björg Einarsdóttir, Guð- rún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Lilja Stjórn K.R.F.Í. á svölum Hallvelgarstaða. Ólafsdóttir, Else Mia Einarsdóttir og Erna Ragnarsdóttir. Síðar bættust nokkrir fleiri félagsmenn í hópinn. Markmiðið með fjáröfluninni var, að afla fjár til þess að bæta starfsaðstöðu félags- ins á Hallveigarstöðum. Var ákveðið, að halda veltu með bækur, tímarit, hljóm- plötur o.fl. á Hótel Borg hinn 1. desem- ber. Gífurleg vinna var lögð í að safna á veltuna, og var beiðnum um gjafir viðast hvar vel tekið. Guðrún Ásmundsdóttir var fengin til að vera kynnir á veltunni og rabbaöi hún við gesti og lék hljómplötur meðan þeir freistuðu gæfunnar. Plötu- snúður var Guðmann Þórvaldsson. Hagnaður af þessari fjáröflun varð kr. 256.815,— sem skipt var milli aðila, og síðan lagður inn á sérstaka sparisjóðsbók. Hér kemur síðan húshópurinn til sög- unnar, en hann fékk áðurnefnda spari- sjóðsinnistæðu til ráðstöfunar til kaupa á húsgögnum og ýmsu fleiru til skrifstof- unnar. Hefur þegar verið keypt fundar- borð, skrifborð með vélritunarborði, spjaldskrárkassi og ýmislegt fleira. Þá ákvað stjórnin að festa kaup á stólum við fundarborðið og skrifborðið, og skjala- skáp. Fyrr á árinu höfðu verið keyptir bekkir með sessum og má nú segja, að gjörbreyting hafi orðið á aðstöðu allri í skrifstofuhúsnæði félagsins. í nóvember s.l. sendi stjórn KRFI frá sér opið bréf til stjórnmálaflokka á Is- landi. Var bréfið sent formönnum allra stjórnmálaflokkanna og fjölmiðlum og er það birt í heild hér í blaðinu. Hinn 16. janúar s.l. samþykkti stjórn KRFl ályktun vegna ákvörðunar yfir- nefndar í verðlagsmálum landbúnaðar- ins um að meta landbúnaðarstörf til mismunandi launa eftir því hvort þau eru unnin af karli eða konu. Ályktun jtessi er einnig birt hér í blaðinu. Hefur félaginu borist þakkarbréf frá stjórn Stéttarsambands bænda fyrir þann stuðning við málstað bændafólks, sem í ályktuninni felst. Stjórnarmenn KRFl sóttu nokkrar ráðstefnur og fundi fyrir hönd félagsins. Bandalag háskólamanna hélt ráðstefnu á s.l. hausti um framhaldsskólafrumvarpið og sótti Gerður Steinþórsdóttir hana. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir því, 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.