19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 30
Best er að eiga 2 — 3 börn. Það tilheyrir að eiga börn. Ef þau eru 2 eða fleiri, læra þau að taka tillit hvert til annars. Börnin ættu að vera í umsjá móður sinnar allra fyrst, en síðan beggja foreldra. Það er áreiðanlega erfitt að vera einstætt foreldri. Þá eru engar málamiðlanir til, enginn sem passar barnið líka. Feður ættu að fá meiri rétt yfir börnum sínum. Það er óréttlátt að stelpa, sem á barn getur gefið það eða látið annan ættleiða það, án þess að rétti pabbinn fái nokkru ráðið. Hann má þá ekki einu sinni taka það frekar í fóstur sjálfur. En það er ekki eftirsóknarvert að þurfa e.t.v. að sitja uppi með 3—4 börn við skilnað. Oftast er það mamman sem gerir það. Hann getur þá elt nýjar stelpur út um allan bæ — en hver vill 4 barna móður? Gætirðu hugsað þér að vera húsfaðir? Ekki til lengdar. En stundum, þegar ég er að gera eitthvað leið- inlegt, þá dettur mér í hug hvað það væri auðvelt að vera hús- móðir og mega sofa út og gera bara það sem mig langaði til suma daga. Hvort heldurðu að sé betra fyrir hjónabandið að búa í sveit eða borg? I sveitinni vinna hjónin saman. En það eru ekki allir, sem geta það. Mér finnst gott að vinna með sumu fólki, en afleitt með öðru. Það er ekki víst, að mér finndist gott að vinna með þeirri sem ég giftist. Einangrunin í sveitinni getur líka verið slæm fyrir sambúðina. Það er eins og skapist viss andi á hverjum bæ og heimurinn endi við túngarðinn. Svo verður fólk hjárænulegt, þegar það hittir aðra. Bæjarbragurinn er svo mis- jafn, á sumum heimilum tíðkast það að tala illa um náungann og gera sífellt grín að öðru fólki. Þegar hjónin eru samhent og byggja hvort annað upp í já- kvæða átt, er sveitaheimilið á- kjósanlegur staður, einnig af því að þar eru börnin í tengslum við atvinnu foreldra sinna. Þau hafa störfum að gegna, sem gerir það að verkum að þeim finnast þau mikilvæg — hafa hlutverk. Lífs- leiðinn, unglingavandamálin og kynslóðabilið margnefnda rikir ekki í þannig umhverfi. T ^ Oftast vinir Tæplega þrítug — gift í 8 ár — tek ég ekki undir þá „klisju" að ekkert heimili sé án barna, samband fólks getur verið auðugt án þess að það eigi börn saman. Það er líka ábyrgðarhluti að mæla með barneignum eins og ég gerði áðan, því þjóðfélag okkar er fjandsamlegt börnum. Sp. Telurðu kynlíf mikilvægt í sambandi ykkar? Sv. Bæði já og nei. Auðvitað skiptir kynlífið máli, en það geta komið upp aðstæður þar sem maður verður að vera án þess — vegna veikinda, fjarveru eða óléttu — og það getur verið allt í lagi, ef báðir aðilar skilja aðstæð- urnar og sætta sig við þær. En stundum getur hlaðist upp spenna þegar dauft er yfir kynlíf- inu, og það getur haft illar af- leiðingar, gert sambandið kalt. Þetta gerist kannski þegar maður vinnur svo mikið að maður hefur ekki orku til neins þegar maður kemur í rúmið en hefur að öðru leyti allar forsendur til að vera til í tusk. Sp. Gerðuð þið áætlanir um barnafjölda áður en þið giftust? 28 Sv. Nei. Við eignuðumst ekki barn fyrr en við vorum búin að vera gift í fáein ár. Það breytti sambandinu mjög mikið. Við höfðum verið frjáls, óbundin af öllu nema hvort öðru. Barn á heimtingu á vinnu og ástúð, sem báðir aðilar verða að taka á sig. Það er komin samábyrgð sem verður alls ekki hlaupið undan. Þessi ábyrgð hefur splundrað mörgum hjónaböndum, af því að annar aðilinn vill hlaupast frá henni. Barni fylgja oft miklar vökur, og þegar fólk þarf svo að vinna allan daginn getur ástand- ið orðið óbærilega erfitt. Maður ræður ekki lengur lífi sínu. Fólk ætti að eignast börn frekar seinna en fyrr. Þótt það sé þá orðið fast í ýmsum ósiðum þá er það Iíka orðið þroskaðra og gerir sér betur grein fyrir á hverju er von. En það má heldur ekki draga það of lengi, sambandið má ekki vera orðið of mótað, þá getur barn haft mjög óþægileg áhrif. Aldur skiptir þó kannski ekki meginmáli í þessu sambandi heldur það að fólk hugsi sig um aaMm'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.