19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 56

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 56
Framh. af bls. 53 sifjarétti eftir Dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómara, og kennd er í laga- deild Háskóla Islands, segir svo: „Að lokum skal á það bent, að önnur lög hafa verið svifasein að taka upp grunnhugtök hjúskaparréttarlaganna eða draga álykt- anir af þeirri tilhögun, sem þar er mælt, sbr. t.d. skattalög, þar sem konan hefir lengstum verið skoðuð sem hálfgildings appendix við bóndann". Þau sjónarmið, að jafnrétti karla og kvenna skuli vera samfélagslegt markmið, endurspeglast í yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna, stefnuskrám stjórnmálaflokka, sam- þykktum landsþinga launþegasamtaka og í lagasetningu á Alþingi. Að kynferði og hjúskaparstaða ráði hverjir séu skatt- þegnar, eins og núgildandi skattalög kveða á um, gengur augljóslega gegn framangreindum sjónarmiðum. Helmingaskiptaregla við skattlagn- ingu hjóna sem boðuð er í frumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, og túlkuð hefur verið sem sérsköttun (m.a. vegna orðalags 5. gr. frv.), er í raun samsköttun í nýju formi. Hjónin skuli telja fram á sama framtalseyðublaði, sbr. 87. gr., og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða tekjur af sératvinnu eða séreign. Alagða skatta á hjón skal birta i einu lagi í skattskrá og tilkynningar allar nægir að senda öðru hjóna, sbr. 97. gr. Hjón bera áfram óskipta ábyrgð á greiðslu skatta, sem á þau eru lagðir. Innheimtumaður ríkissjóðs getur gengið að hvoru þeirra um sig til greiðslu á sköttum beggja, sbr. 108. gr. frv. Sú aðstaða tveggja einstaklinga, að tekjur annars hafi áhrif á skattlagningu hins, getur verkað ýmist hvetjandi eða letjandi á atvinnuþátttöku þeirra. Skattalög skulu vera hlutlaus að þessu leyti og ber að rjúfa þá skattalegu ein- ingu, sem hjón hafa verið fram til þessa. 1 kafla, sem ber heitið „Meginstefnuatriði frumvarpsins" kemur ótvírætt fram, að frv. feli i sér stýringu gagnvart vinnu- markaðinum, en þar segir svo i 2. tl.: „Almennt er þess að vœnta, að hjón, þar sem eiginkunan starfar ekki utan heimilis, mundu hafa ávinning af þessari breyt- ingu" (undirstrikanir KRFl). Þegar boðuð var framlagning frum- varpsins, var því haldið fram, að „nú skyldu störf heimavinnandi húsmæðra loksins metin", eða m.ö.o. heimilisstörf skyldu metin. Höfundar frumvarpsins skilgreina ekki hugtökin „heimili" og „heimilisstörf", en slík skilgreining hlýt- ur að vera óhjákvæmileg undirstaða raunverulegs mats og markmiðsins með matinu. Starfsmat getur undir engum kringumstæðum átt heima i skattalög- gjöf, hvorki mat á heimilisstörfum né iiðrum störfum. 54 Ef frumvarp þetta verður að lögum, er niður felld hin svonefnda 50% frádrátt- arregla, þ.e. að helmingur launatekna giftra kvenna skuli dregin frá saman- lögðum tekjum hjóna áður en til skatt- lagningar kemur. Akvæði þetta veldur misrétti milli launþega, og það striðir gegn grundvallarreglu við lagasetningu hér á landi, að hafa kynbundið ákvæði í lögum. 50% frádráttarreglan var lögfest til bráðabirgða árið 1958. Vegna órétt- látra skattalaga var erfitt að fá giftar konur til starfa utan heimila. Skattstig- inn var þannig, að skattar hjóna, sem bæði unnu utan heimilis, urðu mun hærri en skattar fólks í óvígðri sambúð. 1 stað þess að leiðrétta skattalögin að þessu leyti, var farin 50% frádráttarleiðin. A þeim 19 árum, sem liðin eru, hafa orðið margvíslegar breytingar á skattalögun- um, þ.á.m. á skattstiganum. Þær fáu konur, sem hafa háar tekjur, hagnast nú á þessari reglu. Það, sem átti að horfa til réttlátari skattlagningar, hefur snúist í andhverfu sína. í seinni tíð hefur þessi regla verið túlkuð þannig, að henni væri ætlað að koma til móts við kostnað, er bæði hjónin afla tekna utan heimilis, svo sem barna- gæslu. Að einstaklingar skuli hafa sem mest frelsi til að velja sér lífsstarf, eru flestir sammála um. En ef þetta valfrelsi á að verða framkvæmanlegt, verður að koma til móts við fólk á vissum tímabil- um. 1 64. og 65. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að í stað 50% frádráttarreglunnar komi „heimilisafsláttur" og „bamabóta- auki". Heimilisafsláttur, eins og hann er boðaður í 64. gr. 1. tl., tekur ekki mið af verkefnum á heimili þeirra, er hans verða aðnjótandi. Samkvæmt frv. eru skilyrðin til að fá heimilisafslátt frá skatti þau að vera í hjúskap og að hjónin afli bæði tekna utan heimilis. Þetta eru nærfellt sömu skilyrði og eftir núgildandi lögum til að hljóta 50% frádrátt af launatekjum. Virðist sem 50% frádráttarreglan sé að hluta til endur- borin ! heimilisafslættinum. Ef 50% frádráttarreglan er óréttlát, er heimilisafslátturinn það einnig, þar eð hvort tveggja er án sýnilegs samhengis við raunverulegar aðstæður fólks. Verkaskipting fullorðins fólks á eigin heimili er samkomulagsatriði þess í milli Og skal vera án utanaðkomandi ihlutun- ar. Tryggingalöggjöfin hefur þegar viður- kennt ýmis verkefni heimilanna, svo sem i formi ellilífeyris, sjúkradagpeninga og örorkubóta. Umönnun og uppeldi barna er aug- lióslega meginverkefni á nútímaheimil- um. Raunverulegar barnabætur falli lil þeirra, er börn annast. I slikum barna- bótum er fólgið visst valfrelsi — fólk get- ur annaðhvort sjálft annast börnin eða greitt öðrum fyrir það. Þessi tilhögun leysir af hólmi barnabótaaukann sem boðaður er í 65. gr. frumvarpsins. Kerfisbreyting á skattlagningu, eins og boðuð er í frumvarpinu, krefst ítarlegrar athugunar og margvislegrar viðmiðunar. Stjórn KRFl vill vekja athygli þing- nefndarmanna á vinnubrögðum Norð- manna í svipaðri aðstöðu. Stjórn KRFl ítrekar, að sá þáttur frumvarpsins, sem fjallar um skattlagn- ingu einstaklinga og heimila, verði dreg- inn til baka og endurunninn með hlið- sjón af ábendingum, er fram hafa komið. Stjórn KRFl hefur, eins og að framan segir, leitast við að setja fram þau grundvallarsjónarmið, er stefna beri að við skattlagningu einstaklinga og heim- ila. Stjórnin tók mið af þeim viður- kenndu samfélagslegu markmiðum, er á siðasta ári voru lögfest hér á landi, sbr. lög nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla. Grunntónn þeirra laga er sam- hljóma meginstefnumiðum KRFÍ s.l. 70 ár. Stjórn KRFl telur að leiðir að þessum markmiðum verði þeir að finna, er kjörnir hafa verið til slíkra verkþátta af þjóðinni. Reykjavík ífebrúar 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.